Nær fimm sinnum fleiri andvígir framsali hluta íslenzks ríkisvalds en hlynntir!

Í nýbirtri skoðanakönnun MMR, þar sem spurt var, hvort kjósendur vildu láta breyta stjórnarskránni þannig, að Alþingi verði heimilað að framselja hluta íslenzks ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana, varð niðurstaðan sú, að 14% voru því hlynntir, en 69% andvígir, þ.e.a.s. rétt tæplega fimm sinnum fleiri voru slíku framsali andvígir. Andríki kostaði þessa skoðanakönnun, sem birtist m.a. í Staksteinum Mbl. í dag, 22. maí 2015.

Af þessu er fullljóst, að tillaga Bjarna Benediktssonar, sem nýlega mælti með vissu framsali fullveldisheimilda, nýtur engrar almannahylli.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Þá fellum við þetta.

Snorri Hansson, 23.5.2015 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband