22.1.2015 | 21:30
Órúlegur sleðaháttur utanríkisráðherra við að afturkalla Össurarumsóknina ólögmætu
Eftir að leiðandi maður stærri stjórnarflokksins, Bjarni Ben., sagðist í vikunni reikna með að afturköllunar-tillagan kæmi fram á næstu dögum, kemur það eins og skrattinn úr sauðarleggnum frá Gunnari Braga Sveinssyni, að tillaga hans um afturköllun aðildarumsóknar að ESB "verði lögð fram eigi síðar en 26. mars nk." og svo bætt við fáránlegum fyrirvara, orðrétt í þingmálaskránni: Tillaga til þingsályktunar um að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, ef til kemur (!!!).
Það mætti halda, að þessum manni sé ekki sjálfrátt. Hvað í ósköpunum skýrir seinlæti hans og þær vöflur sem á honum eru? Af hverju drífur hann ekki í því strax að leggja fram tillöguna, á hann svona erfitt með að hugsa fáeinar setningar um málið og setja þær á blað, eða er hann undir stöðugri pressu frá innlimunarsinnum Samfylkingar eða hagsmunaöflum? Þarf hann ekki að fara að skýra sitt mál? Af hverju er hann aldrei tekinn á beinið í þessum efnum í Kastljósþætti eiga þeir allir að ganga út á að hjálpa þeim aðilum, sem vilja koma okkur undir vald og fjarstýringu erlends stórveldis? Það hljóta allir að sjá það, að svona seinlæti er ekki eðlilegt, miðað líka við stefnu beggja stjórnarflokkanna.
Er utanríkisráðherrann að gera þessum fjendum íslenzks sjálfstæðis leikinn auðveldari með því að hafa nógan tíma til liðssafnaðar og þurfa ekki að berjast í vetrarveðri við sín fjarstýrðu mótmæli á Austurvelli?
Svo er Esb-Fréttablaðið eins og fyrri daginn farið á fullt í innlimunar-baráttuna, nú í morgun með því að leggja sérstakar fyrirspurnir til sendiherra Evrópusambandsins hér á landi og gefa honum kost á ókeypis áróðri framan í alla í uppsláttar"frétt", jafnvel þótt sú svívirða hafi líka viðgengizt hér, að þetta stórveldi fekk mótþróalaust að komast upp með að dæla hundruðum milljóna króna í sinn áróður hér í gegnum sína rangnefndu "Evrópustofu" (hún er hvorki stofa Sviss né Úkraínu, Noregs né Rússlands, Georgíu né Azerbaidjan og að sjálfsögðu ekki "stofa" Íslands! og getur reyndar engan veginn talizt með fínni stofum hérlendis, enda er tilgangur hennar rotinn og beinist gegn okkar sjálfstæði og fullveldi og starfshættir hennar eins og hjá hinum finnska, fyrrv. sendiherra ESB í beinni andstöðu við Vínarsáttmálann um skyldur sendiráða).
Tími er til kominn fyrir Gunnar Braga Sveinsson að reka af sér slyðruorðið og sleppa sínum hræðslukenndu fyrirvörum!
Jón Valur Jensson.
ESB-tillaga lögð fram fyrir 26. mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fiskveiðar, sjávarútvegur, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.