- Okkur sem stóðum í eldlínunni í stjórnmálum síðasta kjörtímabili er ljóst að barátta Framsóknarflokksins gegn umsókn og aðild að Evrópusambandinu skóp þeim kosningasigurinn vorið 2013.
- Með andstöðu sinni við umsóknina að ESB náðu þeir til baka meginhluta þess fylgis sem þeir höfðu áður tapað til Vinstri grænna á meðan forysta þess flokks var trú stefnunni og andstöðunni við inngöngu í ESB.
Svo ritar Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, á Moggavefsíðu sinni í dag og miðlar þar af reynslu sinni. Réttilega minnist hann líka á Icesave-málið sem þátt í kosningasigri Framsóknar, en sá flokkur var hinn eini á þingi, sem stóð órofa og heill gegn öllum sviksamlegum Icesave-frumvörpum Jóhönnustjórnar og Steingríms.
Samtengd eru þau mál reyndar órofa böndum, og valdstofnanir Evrópusambandsins börðust af fullkominni óbilgirni og hörku fyrir ósigri íslenzku þjóðarinnar í Icesave-málinu,* eins og ljóst er öllum, sem þekkja þá sögu. Jafnvel þrátt fyrir sína eigin tilskipun um innistæðutryggingar felldi "gerðardómur", skipaður að meirihluta af fulltrúum ESB, úrskurð um, að Íslendingar ættu að borga Icesave-kröfur ríkisstjórna Bretlands og Hollands upp í topp!
Það var síðla hausts 2008, sem þetta dómsmorð var framið, en fjármálaráðherra Íslands, Árni Mathiesen, hafði borið gæfu til þeirrar ákvörðunar að Ísland skyldi ekki eiga fulltrúa í þeim ofstopafulla gerðardómi.
Það eru verulega góðir hlutir í áminnztri grein Jóns Bjarnasonar og réttmætt tiltal hans til núverandi forystu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Þið getið lesið grein hans HÉR!
Landsmönnum öllum óskum við á Fullveldisvaktinni farsældar á nýju ári og lausnar undan þeirri langvinnu óværu, sem hinn mikli sundurlyndisfjandi, Össurarumsóknin ólögmæta, hefur verið um allt of langan tíma á baki þjóðarinnar.
* Rétt eins og í makrílmálinu, en lögmætar makrílveiðar okkar í eigin landhelgi hafa gefið af sér rúma 100 milljarða króna í útflutningstekjur nokkuð sem Evrópusambandið vildi ekki unna okkar heimildar til. Og hrópi nú allir áhangendur þess húrra fyrir þessum ofurgyllta gullkálfi sínum!
Jón Valur Jensson.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:45 | Facebook
Athugasemdir
Ríkisábyrgð á innstæðutryggingum er bönnuð samkvæmt tilskipuninni. Þeir sem brutu hana voru Bretar og Hollendingar. ESA gerðist svo meðsekt með þáttöku í yfirhylmingu og tilhæfulausri málshöfðun. Það er óskiljanlegt að íslenska ríkið hafi ekki sótt sér skaðabætur fyrir þetta. Þær mætti nota til að byggja hátæknisjúkrahús og borga starfsfólki þar sæmileg laun.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.1.2015 kl. 17:45
Jón Valur Þakka áminninguna og ötula baráttu þína fyrir okkur hin en maður er farin að slaka allt of mikið á þessa daganna.Við verðum að klára þetta ESB mál og koma á Persónukosningum og eða þjóðar kosninga kerfi eins og Svisslendingar eru með.
Valdimar Samúelsson, 4.1.2015 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.