1.12.2014 | 01:06
Hylling 1. desember, í ljóđi eftir Jón frá Ljárskógum
F U L L V E L D I Đ T V Í T U G T
Hann gnćfir úr daganna fábreyttu fylking
fullur af gleđi, bjartur af sól
1. desember fagnađardagur
fátćkrar ţjóđar viđ norđurpól.
Í dag er bjart yfir byggđum Íslands.
Hver barmur svellur af djarfri ţrá,
og vonanna glćstu svanir svífa
á sólgeislavćngjum um loftin blá.
Hann er heiđur á svip, ţessi hátíđisdagur,
svo ađ hugirnir fyllast af sumaryl,
hann ljómar sem viti í skammdegisskugga,
hann skín eins og leiftur í vetrarins byl,
hann er ráđning á fólksins fegursta draumi
um framtíđargiftu ţjóđar og lands,
hann er langţreyđ fullnćging frelsisţránni,
sem felst í brjósti hvers íslenzks manns.
Í dag er horft yfir sögunnar síđur:
ţar sviptast um völdin húm og skin
og ýmist leikur ţar ćđandi stórhríđ
eđa angandi vorblćr um frónskan hlyn.
Ţar skiptast á glađir og tregandi töfrar
hins talađa orđs og hins slungna ljóđs
og ţar eru líka letrađir kaflar
logandi feiknstöfum elds og blóđs.
Ţar lítum vér baráttu lítillar ţjóđar
viđ lífskjör, sem oft voru döpur og ströng
í styrjöld viđ eldgos, hafís og hríđar,
hungur og klćđleysi, nauđir og ţröng,
fólk, sem í barnslegri fávizku seldi
frelsis síns dýrgrip erlendri hönd,
fólk, sem örmagna í fjötrum stundi,
en fékk ekki slitiđ harđstjórans bönd.
Í dag er hún hyllt, hin frćkna fylking,
svo framgjörn, svo djörf, svo íturglćst,
sem undir frelsisins merkjum mćttist,
og menningu Íslands lyfti hćst.
Ţessi heiđríki dagur geislandi gleđi,
sem gaf oss hin liđna tíđ í arf,
er helgađur ţessum hetjum Íslands
í hljóđri ţökk fyrir unniđ starf.
Hann gnćfir úr daganna fábreyttu fylking
fullur af gleđi, bjartur af sól
1. desember fagnađardagur
fátćkrar ţjóđar viđ norđurpól.
Ţá sameinast reynslunnar alda-arfur
viđ ćskunnar stoltu fyrirheit
og kynslóđir mćtast í handtaki hlýju
frá hafi til hafs í borg og sveit.
Jón Jónsson frá Ljárskógum var fćddur 28. marz 1914 og lézt ađeins 31 árs ađ aldri á Vífilsstöđum 7. október 1945. Ljóđ ţetta er úr bók hans Gamlar syndir og nýjar, Reykjavík: Helgafell, 1947, en fyrri bók hans var Syngiđ strengir, Rvík 1941. Ţjóđkunnur var hann ekki ađeins af ljóđum sínum, heldur og af söng sínum í MA-kvartettinum ástsćla, en stúdent var hann frá Menntaskólanum á Akureyri (1934), var um tíma viđ nám í guđfrćđideild Háskóla Íslands og kennari viđ gagnfrćđaskólann á Ísafirđi einn vetur, en varđ ađ lúta í lćgra haldi fyrir berklaveikinni. Aldarafmćlis hans var minnzt í Búđardal í marz síđastliđnum. Kona hans var Jónína Kristín Kristjánsdóttir frá Ísafirđi og sonur ţeirra Hilmar Bragi meistarakokkur. Ţetta ljóđ er birt hér međ góđfúslegu leyfi hans, og er okkur á Fullveldisvaktinni mikill heiđur ađ ţví. JVJ.
Athugasemdir
Já, 1. desember er vissulega fagnađardagur. Takk fyrir sendinguna.
Ragnhildur Kolka, 1.12.2014 kl. 13:30
Fullveldi einstaklinga er međfćtt frelsi hér á ţessari jörđ. Ţađ er mín sérviskulega og óumbreytanlega skođun. 1.Desember mćtti svo sannarlega bera ţess merki á einhvern hátt. En gerir ţađ ekki í ţeim raunheimum sem viđ upplifum flest.
Undarlegt ađ ţađ skuli ţurfa baráttu til ađ virkja međfćtt fullveldi til lífs, allra ţessara frjálst borinna einstaklinga víđsvegar um jörđina? Og sama gildir um friđsamlegt trúfrelsi víđsvegar um jörđina? Hvers vegna ţarf baráttu um friđsamlegt kćrleikstrúfrelsi frjálst borinna og friđsamlegra einstaklinga?
Dengsi (Hilmar Bragi) getur svo sannarlega veriđ stoltur af pappa sínum fyrir hans fjölmörgu og hjartans góđu hćfileika.
En stoltastur getur Dengsi,(Hilmar Bragi Jónsson), veriđ af ţví, ađ pabbi hans hćtti námi í guđfrćđi, vegna ţess ađ honum leist ekkert á ţađ sem í guđfrćđinni var kennt. Ég er líka stolt af honum frćnda mínum, fyrir ţann sanna og heiđarlega kćrleiksanda sem hann hefur skiliđ eftir sig hér á eyjunni veglausu og villuráfandi. Hann var of kćrleikstrúfastur til ađ láta glepjast ađ prestsnáminu :)
Hann hefur gert vart viđ sig, og beđiđ fyrir kćra kveđju. Ţví er hér međ komiđ til skila :)
Međ bestu kveđju :)
Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 1.12.2014 kl. 22:19
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.