5.11.2014 | 00:38
Minni hætta á fátækt á Íslandi en í öllum ESB-ríkjum, segir ESB!
Skv. hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, nýjum tölum, er hættan á að verða fátækt að bráð eða félagslegri útskúfun minnst á Íslandi á öllu EES-svæðinu auk Sviss. Við skákum ESB-ríkjunum öllum í þessum efnum!
Hér á landi er hlutfall þess hóps, sem er í hættu á þessu, 13% af íbúafjölda (um 40.000 manns), en meðaltalið innan Evrópusambandsins er meira en tvöfalt hærra, 28,5%, þ.e. rúmlega 122,6 milljónir manna!
- Hæst er hlutfall þeirra, sem eiga á hættu að verða fátækt að bráð eða félagslegri útskúfun, í Búlgaríu, 48%. Lægst er það 14,1% í Noregi ef Ísland er undanskilið. (Mbl.is)
Hvernig væri, að Samfylkingarmenn færu að taka mark á veruleikanum og hætta að góna endalaust á fjarlægar útópíur sem innistæðulausar reynast, þegar betur er að gáð?! Og hvað er þessi viti firrta umsóknar-ævintýramennska búin að kosta landið í mannárum embættismanna, þrálátum flugferðum til Brussel og almennri áþján á stjórnmálalífi landsins? Jafnvel Icesave-málið getum við þakkað Evrópusambandinu pent fyrir, með öllum þess óþægindum, útlátum og alþjóðlegri hneisu í nokkur ár!
- Krafan um einkavæðingu bankanna upp úr aldamótunum kom frá ESB (og að þetta skyldi framkvæmt á EES-svæðinu!).
- Útrásarmöguleikar og starfsemi einkavæddu bankanna í ESB-ríkjum kom til vegna EES-samningsins!
- Evrópusambandið dæmdi haustið 2008 íslenzka ríkið í einhliða "gerðardómi" sínum, með fulltrúum framkvæmdastjórnar ESB, ESB-dómstólsins í Lúxemborg og Seðlabanka Evrópu (sem er ESB-stofnun), sekt og greiðsluskylt í Icesave-málinu! Sá gerðardóms-úrskurður reyndist falskur og dómsmorð fullkomið, eins og í ljós kom í algerri sýknu EFTA-dómstólsins; jafnvel málkostnað okkar þurftum við ekki að borga.
- Evrópusambandið þrýsti á vinstri stjórn Jóhönnu, Össurar og Steingríms J. að gera Icesave-samningana!
- Evrópusambandið hefur aldrei beðið okkur afsökunar á þessari aðför að íslenzka ríkinu og skattborgurum hér. Sízt verðskuldar þetta stórveldi innlimun Íslands!
PS. Gunnlaugur Ingvarsson átti þetta nýja innlegg á vefsíðu JVJ:
- Nú í dag er ég að lesa dagblöðin, þá les ég frétt um það að samkvæmt nýrri alþjóðlegri skýrslu Bresku stofnunarinnar Legatum þá er Ísland nú í 11. sæti á heimslista þeirra ríkja sem búa við mesta velsæld. Þarna kemur fram að í fyrsta sæti er Noregur, í öðru sæti Sviss og í þriðja sæti Nýja-Sjáland. Fram kemur í fréttinni að fyrir neðan Ísland eru flest Evrópuríkin, þar á meðal stórríkin Bretland og Frakkland.
Jón Valur Jensson.
Minnst hætta á fátækt á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Kjaramál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:42 | Facebook
Athugasemdir
Samfóistarnir munu eiga erfitt með að afneita þessu enda sending frá Eurostat.
Ragnhildur Kolka, 7.11.2014 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.