Og þótt fyrr hefði verið!

Fagna ber því sem fram kemur í mála­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar fyr­ir kom­andi þingvet­ur, að lögð verður fram þált. um að draga til baka Össurarumsóknina um inngöngu í Evrópusambandið.

Umsóknin sjálf árið 2009 var hreint stjórnarskrárbrot (m.a. á 16.-19. gr. hennar) eins og ítrekað hefur verið gerð grein fyrir á þessu vefsetri Fullveldisvaktarinnar.

Þar fyrir utan var þá verið að þvinga samstarfsflokk í ríkisstjórn til að greiða atkvæði þvert gegn sannfæringu þingmanna (eins og kom fram þegar nokkrir þeirra gerðu grein fyrir atkvæði sínu, þar á meðal Svandís Svavarsdóttir), og einnig það er stjórnarskrárbrot.

Ríkisstjórninni er ekki stætt á öðru en að draga þá umsókn formlega til baka. Ítök vesallar stjórnarandstöðunnar í vinstri sinnuðum fjölmiðlungum, m.a. vinnusvikara á Rúv, mun gagnslaus reynast henni, þegar tekið verður fast og hratt á málinu. Þá verður það undurskjótt og farsællega úr sögunni, rétt eins og taglhnýtingsstefna kommúnista við Sovétríkin koðnaði niður og varð að einberu hneyksli úr fortíðinni.

Jón Valur Jensson. 

 


mbl.is Stefnt að afturköllun umsóknarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband