Bezt utan ESB

Að sjálfsögðu þjónar ekki hagsmunum Íslendinga að ganga í Evrópusambandið, eins og forsetinn segir réttilega í viðtali við St Petersburg Times. Við hefðum þar minnst allra að vinna (og alltaf í 6.000 millj.kr. nettó-mínus árlega vegna árgjaldsins til Brussel að frádregnum styrkjum frá Brussel, fyrir utan allan annan skaða af íverunni, sem engin þörf er á í þróttmiklu ríki sem hraðfara eykur þjóðartekjur sínar með ferðamannastraumi o.fl.) og mest að tapa: í fiskveiðiréttindum og almennt í mörgu öðru sem hljótast myndi af því að fá ESB í hendur æðsta löggjafarvald yfir Íslandi.

Þetta "mesta tap allra", sem félli okkur í hlut, tengist sérstaklega 1) okkar afar verðmætu fiskimiðum og jafnvel yfirráðum yfir olíuauðlindum undir Tjörnesi/Flatey á Skjálfanda og undir landgrunninu og 2) því, að allra ríkja hefðum við minnst atkvæðavægi í Evrópusambandinu. Frá 1. nóv. þ.á. kemst breytt atkvæðahlutfall í gildi í ESB skv. ákvæðum Lissabon-sáttmálans, og þá hrapar atkvæðavægi Möltu (með um 410.000 íbúa) um meira en 90% í hinu löggefandi (m..a. um sjávarútveg) ráðherraráði ESB og í leiðtogaráði þess og yrði 0,08%.

En okkar atkvæðavægi yrði ekki nema 0,06% !!! ---> Haraldur Hansson: Ísland svipt sjálfsforræði =http://maeglika.blog.is/blog/maeglika/entry/977585/

JVJ. 


mbl.is Pútín vildi ekki ræða við Ólaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband