7.4.2014 | 18:10
Ekki akademískt frambærileg skýrsla Alþjóðastofnunar HÍ um sjávarútvegsmál Íslands og ESB
Sjávarútvegskaflinn er afar undarlegur, þar er ekki vísað í neinar heimildir að ráði, að öðru leyti en því að óþekktir og andlitslausir embættismenn í Brussel virðist koma þarna inn með heimildir sem skýrsluhöfundar treysta sér ekki til að upplýsa hverjir eru. Þetta er ekki í boði í háskólasamfélaginu að koma fram með svona órökstuddar fullyrðingar í skýrslu af þeim gæðum sem svona skýrsla á að hafa. Það er engin heimildarskrá um það hver segir hvað. Þetta er eiginlega skýrsla óþekkta embættismannsins,
segir Vigdís [Hauksdóttir um skýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ, sem birt var í dag] og bætir við að vitnað hafi verið í minnisblöð embættismanna sem ekki hafi verið lögð fram sem gögn í aðlögunarferlinu. (Mbl.is)
- Það er ekki hægt að bjóða okkur uppá það að vitna í tveggja manna tal. Ég hef farið í gegnum háskólanám og veit að allt þarf að vera skothelt varðandi heimildir og rökstutt til að ritgerðir og skýrslur séu teknar gildar af háskólasamfélaginu. Ef að ekki er gefin upp ákveðin heimild fyrir ákveðnum fullyrðingum þá veit maður ekki hvort að þær séu réttar, segir Vigdís sem telur ekkert benda til þess í skýrslunni að tilefni sé til að draga tillöguna til baka um að slíta viðræðum við ESB. Í raun sé búið að draga umsóknina til baka með því að hætta viðræðum og slíta samninganefndum. (Mbl.is)
Vel mælt hjá Vigdísi og þarft verk að afhjúpa svo augljósa þverbresti í þessari skýrslu sem átti að heita akademískt frambærileg, en er það ekki! Það verður aldrei neitt traust byggt á orðum nafnleysingja í málum sem varða þjóðarhag. Ónafngreindir embættismenn hafa t.d. ekkert vægi til móts við sjálfan stækkunarstjóra Evrópusambandsins, Stefan Füle, einn af kommissörunum í sjálfri framkvæmdastjórn ESB og þannig með e.k. ráðherraígildi, en hann andmælti eindregið og leiðrétti á staðnum í Brussel fyrir nokkrum árum hjali Össurar Sarphéðinssonar um "klæðskerasaumaða lausn" handa Íslandi í sjávarútvegsmálum, --- sjá upptöku af orðaskiptum þeirra hér: fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1359088/ --- en samt er þetta óábyrga klæðskerasaumstal endurtekið í þessari skýrslu Alþjóðastofnunar HÍ !! -- og vitaskuld án tilgreindrar heimildar!!
Jón Valur Jensson.
Skýrsla óþekkta embættismannsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fiskveiðar, sjávarútvegur | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:31 | Facebook
Athugasemdir
Lítt er að marka uppivöðslufrúna sem les aðeins það sem hún vill lesa og kemur þröngum sjónarmiðum hennar að gagni. Gagnstæð rök eru ekki að hennar skapi og þá fær hún sín frægu köst og hleypur á sig.
Guðjón Sigþór Jensson, 7.4.2014 kl. 18:52
Ekki eru þetta merkileg rök hjá þér, ESB-Guðjón. Hún hefur það fram yfir þig að rökstyðja sitt mál.
Jón Valur Jensson, 7.4.2014 kl. 19:13
Við fljóta yfirferð sýnist mér þessi nýja skýrsla atvinnulífsins standa hinni fyrri, sem HHÍ samdi, langt að baki, hvað fræðimennsku varðar. Þessi nýja skýrsla mætti að ósekju hafa yfirskriftina: "Ólyginn sagði mér", og hefur slíkur málflutningur aldrei þótt pappírsins virði.
Uppnefni og geðsveifluaðdróttun í garð Alþingismannsins Vigdísar Hauksdóttur í 1. athugasemd hér að ofan eru lítilmótleg og dæma sig sjálf. Frægasta nýlega geðsveifla, sem tekur því að minnast á hjá Alþingismanni, átti sér stað í toppstykki varaformanns SF, Katrínar Júlíusdóttur, á Alþingi nýverið.
Með góðri kveðju /
Bjarni Jónsson, 7.4.2014 kl. 21:03
Mikið leggja menn sig lágt til að þóknast ESB-elítunni. Þetta ESB-drama er þjóð okkar til minnkunar. Best er að klára þetta í eitt skipti fyrir öll og jarða þetta aðlögunarferli endanlega, því fyrr sem Alþingi nær að loka þessu máli, því betra.
Tómas Ibsen Halldórsson, 8.4.2014 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.