Fv. utanríkisráðherra, varakanzlari Þýzkalands 1998-2005, mikill ESB-talsmaður, viðurkennir hér ýmislegt athyglisvert!

Joschka Fischer á grein í Mbl. 1/4, Stund sannleikans fyrir Evrópu, ritar m.a.:

  • Vissulega, hvort sem leiðtogar þess viðurkenna það eða ekki, er Evrópusambandið nú í beinum átökum við Rússa um stækkunarstefnu sína frá lokum kalda stríðsins. 

Já, það er miklu athyglisverðara, hvað Fischer játar hér, heldur en hitt, sem sem hann segir í áróðursskyni. Ennfremur segir hann:

  • Evrópusambandið verður að skilja að það er ekki í tómarúmi í nágrenni sínu til austurs og suðurs, og að vegna öryggis álfunnar er ekki hægt að líta framhjá mismunandi hagsmunum annarra velda þar, eða það sem verra er, samþykkja þá. Stækkunarstefna ESB er ekki bara eitthvert dýrt og forgengilegt gremjuefni; það er grundvallarþáttur í öryggi ESB og vörpun valds út á við.

Ætli innlimunarsinnar Íslands hafi áttað sig á þessu? -- Og hann segir enn:

  • kannski mun meginlandið nú átta sig á því að sameining Evrópu verður að fara mun hraðar fram, því að heimurinn – og nágrenni Evrópu sérstaklega – hefur ekki reynst vera eins friðsamur og margir, sérstaklega Þjóðverjar, hafa litið á hingað til.  

Þarna keyrir Fischer enn á samrunastefnuna, sem er raunar stefna ESB.

En þegar hann ritar:

Evrópa mun verða minna háð orku frá Rússum, fara yfir stöðu sína í öryggismálum og lykilhagsmuni, og draga til baka fjárfestingu og tvíhliða samstarf, –– og:

Rússland er algjörlega háð, viðskipta- og stjórnmálalega, vöru- og orkuútflutningi sínum, sem fer helst til Evrópu. Minni eftirspurn í Evrópu og olíuverð sem heldur ekki lengur uppi fjárlögum Rússa mun tálma Kremlverja fljótlega,

þá er það harla hláleg áherzla utanríkisráðherrans fyrrverandi, ESB-talsmannsins mikla, á þessum tímapunkti, þegar Rússar hafa nýverið gert risavaxinn viðskiptasamning við Japan um kaup á gasi, m.a. úr nýuppgötvuðum orkulindum á Sakhalín-eyju í Íshafinu. Með því hafa þeir til langframa gert sig langtum óháðari orkusölu til Mið-og Austur-Evrópu en þeir hafa verið fram til þessa, og það gerir þá um leið öruggari gagnvart viðskiptaþvingunum af hálfu ESB og Bandaríkjanna, m.a. vegna Úkraínu, sem Evrópusambandið ágirnist.

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann heldur greinilega að Þýskaland og Evrópuríkin þar um kring séu nafli alheimsins.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.4.2014 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband