30.3.2014 | 12:33
Takið eftir : Hörð afstaða gegn ESB-inngöngu er margfalt algengari en hörð afstaða með henni
Pistill þessi birtist hér áður 15.6.2013.
Afar ólík hlutföll áhuga og áhugaleysis
Samkvæmt könnun Vísis.is, Bylgjunnar og Stöðvar 2 sem gerð var sumarið 2012 var "áhuginn" meinti á ESB þvílíkur, að á móti hverjum einum, sem var mjög áhugasamur um að Ísland gangi í ESB voru nálega fjórir og hálfur mjög andvígir því. Einungis 18% aðspurðra höfðu veika afstöðu í málinu, þ.e. voru annaðhvort nokkuð hlynnt, nokkuð andvíg eða hlutlaus. Yfirgnæfandi meirihluti hafði sterka skoðun á málinu, þar af voru 67% landsmanna mjög andvíg inngöngu Íslands í ESB, en einungis 15% mjög hlynnt. Einungis 3% voru hlutlaus, 8% voru nokkuð hlynnt" og 7% nokkuð andvíg" (heimild).
Þarna voru sem sagt 74% andvíg því, að Ísland gangi í Evrópusambandið, en 22% hlynnt því, en greinilega gerólík samsetning þessara tveggja hópa, því að innan þess síðarnefnda er mikli áhuginn á "jáinu" nær tvöfalt minni en linari áhuginn, þveröfugt við samsetningu hins hópsins, þar sem mikli áhuginn á NEIINU var í margföldum meirihluta!
Það eru slíkar skoðanakannanir, sem einnig verður að athuga vel, þegar menn vilja ráða í styrk andstöðunnar í þssu máli. Greinilega slær hjarta íslenzku þjóðarinnar með fullveldi lands síns.
En nú um stundir, skv. nýjustu skoðanakönnun, eru 70% almennings andvíg því, að Lýðveldið Ísland verði partur af Evrópusambandinu. Er þá til of mikils ætlazt af núverandi stjórnvöldum, sem fengu umboð til að staðfesta einmitt þá afstöðu, að þau geri það í verki, fremur en að halda enn við lýði hinni alræmdu Össurarumsókn, sem átti sér ekki einu sinni stoð í stjórnarskrá? [skrifaði undirritaður þá, en raunar var fyrirbærið afgreitt með ótvíræðu broti gegn 16.-19. gr. stjórnarskrárinnar, eins og fjallað hefur verið um hér áður.]
Jón Valur Jensson.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Skoðanakannanir, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.