Lokum Evrópusambands-áróðursstofunum báðum!

Það á að loka áróðursbatteríi stórveldisins, hinni rangnefndu "Evrópustofu", og það sem fyrst. Þeim í Brussel nægði ekki að setja í þetta 230 millj. kr. fyrstu tvö árin – vilja nú bæta við jafnmiklu næstu tvö árin!!! Yfirgangurinn er óskammfeilinn og ótakmarkaður.

En nú situr ekki héraleg, ESB-meðvirk Samfylkingarstjórn að völdum, heldur stjórn sem er andvíg ESB-inntöku landsins, og síðasti landsfundur Sjálfstæðisfokksins ályktaði, að loka ætti Evrópustofu. Fótgöngulið flokksins, grasrótin, ætlast til þess, að farið verði eftir þeirri landsfundarsamþykkt; allt hik í þeim efnum yrði einungis til að rýra álit forystunnar í augum kjósenda flokksins.

Gleymið svo ekki, að það er önnur "Evrópustofa" fyrir norðan, á Akureyri, partur af sama útþenslumarkmiði Evrópusambandsins.

ÁFRAM ÍSLAND – EKKERT ESB!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Johnson

Einhver á Evrópustofu var spurður í fréttum um starfsemina eftir að ljóst var að við séum ekki á leið þarna inn. Svarið var svona: Jú það verður breyting. Diplómötum fækkar um þrjá. Örugglega rétt en hálfsannleikur. Starfsmönnum fækkar líklega úr 15 í 12, það er allt. Áfram á að hafa her fólks hér við að reyna að sannfæra okkur um gæði ESB.

Örn Johnson, 29.3.2014 kl. 11:07

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við skulum fylgjast með þegar næsti kynningarfundur ESB verður haldin með eða í nafni ASÍ,samtökum iðnaðarins ofl. bara verðum að fara og mótmæla þar.

Helga Kristjánsdóttir, 29.3.2014 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband