Aðeins 19,1% Norðmanna vilja inn í Evrópusambandið, aðeins 26,2% Íslendinga og aðeins 58,2% samfylkingarmanna.

Takmarkað umboð Samfylkingarforystunnar er sláandi. Samfylkingarmaður, Hans Hafsteinn Þorvaldsson segir á Facebók: "Hvar eru furðuflokksbræður mínir sem vilja inní ESB og skilja ekki hvað sjálfstæði er mikilvægt, gera svo vel að lesa Frosta." Þar vísar hann þeim á grein Frosta Sigurjónssonar, Eru evruríkin fullvalda? ...

En íslenzka könnunin, sem um ræðir hér ofar, var framkvæmd af Fréttablaðinu og Stöð 2, þannig að augljóst er, að ekki er hún frá ESB-andstæðingum komin. Nauðugt viljugt varð ESB-Fréttablaðið að birta þessar niðurstöður!

Norðmenn hafa verið á þessu róli: um 71-75% andvíg því að fara inn í Evrópusambandið. Höldum okkur við þann sama sjálfstæðisanda, enda eru allar ytri náttúrlegar aðstæður hagstæðar okkur og líkur á enn meiri vexti hér en í Noregi, á sviði síaukinnar ferðaþjónustu og vonin góð um ágóða af olíuvinnslu.

Jón Valur Jensson.


mbl.is 71% Norðmanna vilja ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Eru þetta öruggar tölur vegan samfylkingu. Efa það.

Valdimar Samúelsson, 3.2.2014 kl. 19:56

2 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Þetta eru tölurnar á forsíðu þess blaðs í dag.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 3.2.2014 kl. 23:31

3 Smámynd: Ívar Pálsson

78% kjósenda Samfylkingar (58 af 74) vilja inn í ESB skv. þessum tölum, af þeim sem taka afstöðu, en 22% (16 af 74) vilja það ekki. En Björt framtíð er líka með sömu 78% fylgnina (48 af 61).

Einungis er hægt að miða við þá sem taka afstöðu og þeir mynda þá hin nýju 100%.

Ívar Pálsson, 4.2.2014 kl. 16:26

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ef það á við um Samfylkingu, Ívar, þá verður að reikna það eins út hjá þeim sem styðja Sjálfstæðisflokkinn, og þar eru þá aðeins 9,9% sem vilja inn í Evrópusambandið, en 75,6% sem vilja það ekki. Sá sáralitli ESB-minnihluti sjálfstæðismanna á skv. því miklu minni rétt á að ráða stefnu síns flokks heldur en 22% ESB-andstæði minnihlutinn innan Samfylkingar að snúa við stefnu hennar þar. Samt er alltaf í þessu sama Fréttablaði, t.d. í greinum ÞP, verið að gefa því skóna, að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að virða það, að "innan flokksins" sé "verulega mikil óánáægja" með ESB-andstöðu landsfundar flokksins !!!

En þú hlýtur að sjá það sjálfur, að það er makalaust lélegur árangur hjá Samfylkingar-forystunni, með þetta nánast eina gegnumgangandi stefnumál sitt á heilanum (og meira en hálfs áratugs áróður fyrir því), að ekki nema 58,2% stuðningsmanna flokksins treysta sér til að segjast styðja inngöngu í ESB!

Jón Valur Jensson, 4.2.2014 kl. 22:35

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

... verið að GERA því skóna ...

Jón Valur Jensson, 5.2.2014 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband