29.1.2014 | 09:31
Illa ráðnar eru hótanir Damanaki gagnvart Íslandi og Færeyjum - Norðmenn krefjast 1,2-1,3 millj. tonna heildar-makrílkvóta!
- Þetta er óheppilegt skref af hálfu Mariu Damanaki og hefur slæm áhrif á samningaferlið, sagði Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja, við Morgunblaðið í gærkvöldi.
- Tilefnið voru ummæli sjávarútvegsstjóra ESB að Íslendingar og Færeyingar hafi frest út vikuna til að ná samkomulagi í makríldeilunni. Annars muni ESB semja beint við Norðmenn. Þá muni ESB beita Færeyjar og Ísland refsiaðgerðum náist samningar ekki. Damanaki lýsti þessu yfir í samtali við þýska tímaritið Der Spiegel, en úrslitatilraun er nú gerð í Bergen til að ná samkomulagi í deilunni. (Mbl.is.)
Svo oft má hrópa: "Úlfur, úlfur!" að enginn tekur mark á því lengur. Og Damanaki hefur þegar reynt að beita sínum arðasta brandi gagnvart Færeyingum og þeir ekki gefið sig og engar líkur á, að þeir fari að gera það nú:
- Vestergaard segir ESB ekki geta beitt Færeyjar frekari refsiaðgerðum umfram núverandi refsiaðgerðir vegna síldveiða Færeyinga. Slitni upp úr viðræðum muni Færeyingar gefa út einhliða makrílkvóta. (Mbl.is.)
Og Damanaki ætti ekki að láta það koma sér á óvart og hefur ekki úr háum sessi að hrópa í því efni, því að hún gerir nákvæmlega það sama: hótar, að ef við semjum ekki, muni ESB og Norðmenn gefa einhliða út kvóta!
En að Norðmenn krefjist 12001300 þúsund tonna heildarkvóta í makrílveiðum hefur tvívegis komið fram í vandaðri umfjöllun Morgunblaðsins, síðast á forsíðunni í dag (í fréttinni: 'Hótar refsiaðgerðum ESB gefur Íslandi lokafrest i makríldeilu'), þar sem segir m.a.:
- Öystein Hage, ritstjóri norska útvegsblaðsins Fiskeribladet Fiskaren, hafði eftir norskum samningamönnum að þeim væntu þess að samningar næðust í dag. Þeir krefjast 1,21,3 milljóna heildarkvóta. Samkvæmt Der Spiegel neitar Damanaki að fara upp fyrir 890.000 tonn og virðist deilan því í hnút.
En þegar ESB byrjaði að hamast á Íslendingum og Færeyingum vegna makrílsins var heildarveiðin og samanlagðir markmiðskvótar landanna allra miklu miku minni en hér um ræðir í báðum þessum tölum, og hefur fiskivit grísku frúarinnar brugðizt hrapallega, en söm og jöfn er þó dómssýki hennar og offors gagnvart hinum sjálfstæðu fiskveiðiþjóðum í NV-Atlantshafi.
Sjá menn nú þetta sem glæsileg meðmæli með því Evrópusambandi, sem íslenzkir evrókratar vilja láta innlimast í ?! Eða þarf að minna menn á það, hve grátt þetta sama ESB hugðist leika Ísland í Icesave-málinu, með þeim hætti, að það hefði getað riðið efnahag okkar að fullu? (sbr. HÉR í gær).
En samt og jafnt mun þó ESB-Fréttablaðið og helztu spírur þess, Ólafur Stephensen og Þorsteinn Pálsson, áfram vera í stanslausu trúboði sínu fyrir þetta ofríkisapparat, Brusselveldið.
Jón Valur Jensson.
Hótar refsiaðgerðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.