Nýjasta árás ESB á Færeyinga fer fram úr öðrum hingað til

Stórmerk er grein HÉR! eftir Jón Bjarnason sem ESB-liðléttingar í síðustu ríkisstjórn ráku þaðan. Horfið á aðalatriðið hér: Afhjúpun Jóns á nýjasta ofríki ESB gagnvart Færeyingum. Hann segir þar m.a.:

  • Evrópusambandið hefur í dag beitt neitunarvaldi innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO við  því að tekin sé  til efnislegrar meðferðar kæra Færeyinga um lögmæti viðskiptaþvingana sem ESB hefur lagt á  vegna síldar og makrílveiða þeirra.   Kom í veg fyrir kæru Færeyja
  • Evrópusambandið hefur einhliða beitt Færeyinga refsiaðgerðum og  viðskiptaþvingunum vegna síldar og makrílveiða. ESB tekur sér þar lögregluvald yfir litlum strandríkjum á norðurslóð sem eru að nýta auðlindir innan sinnar eigin lögsögu.
  • Í krafti stærðar setur ESB afarkosti sem eru í raun brot á alþjóðalögum. Myndu þeir hafa gert þetta t.d. gegn Rússlandi?  Gamla nýlendustefnan heldur velli. *

Lesið áfram í greininni sjálfri.

Hið sama Evrópusamband skipaði nokkra fulltrúa í gerðardóm haustið 2008 sem DÆMDI okkur Íslendinga seka og gjaldskylda í Icesavemálinu!!!!!!!!!!!! (þvert gegn ESB-lögum auðvitað!).

Svo eru til "Íslendingar" sem vilja draga þjóðina inn í þetta stórveldabandalag, sjálfir slefandi af hrifningu! Þeir ættu að lesa upplýsandi leiðara um ESB og evrumálin** í þeim Mogga sem fór í aldreifingu í gær. En lesið fyrst þetta eftir Jón Bjarnason!

* Kannski ekki að undra, þar sem tíu aflóga nýlenduveldi ráða lögum og lofum í Evrópusambandinu og fara frá 1. nóv. á þessu ári, 2014, með rúmlega 73% atkvæðavægi í hinu volduga ráðherraráði ("ráðinu") og leiðtogaráði Evrópusambandsins, en hin 18 ríkin, saklaus af nýlendustefnu, munu ráða þar innan við 27% atkvæðavægi!

** Þessi leiðari Mbl. í gær er með yfirskriftina Svæfandi sjálfsblekking ("Hreinskilin umræða í Davos um evrukreppuna er sláandi ...").

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Maður skilur ekki þessa sjálfsmorðsáráttu ESB sinna. Það er ekki hægt að skilja svona blinda sjálfsblekkingu!

Eyjólfur G Svavarsson, 24.1.2014 kl. 11:31

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

sýnir þetta okkur ekki bara hvað 'vont' er að vera ekki í esb?

Rafn Guðmundsson, 24.1.2014 kl. 16:17

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, til dæmis, Rafn. Það hefði dæmt okkur í Icesave-skuldafangelsi.

Einnig sýnir þetta ofríkishneigðina þar gagnvart smáríkjum.

En þú færð þig kannski seint fullsaddan á ranglætinu.

Jón Valur Jensson, 24.1.2014 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband