Refjar ESB með IPA-"styrkjunum"

Lúmsk var aðferð Evrópusambandsins, eins og raunar vita mátti fyrir fram: IPA-styrkirnir voru ekki aðeins ætlaðir til að liðka fyrir aðlögun lagaverks og stjórnkerfis Íslands að stórveldabandalaginu, heldur var þetta gert í gegnum íslenzk stjórnvöld (að vísu hækjustjórnvöld 2009-13, en Sigmundar- og Bjarnastjórnin situr í sömu súpu), þannig að þau þyrftu fyrst að ábyrgjast IPA-greiðslur fyrir þau samþykktu verk, sem unnin væru, en síðan fengi íslenzka ríkið þetta endurgreitt frá Evrópusambandinu. Nú er búið að vinna ýmis verkin og ætlazt til, að ríkissjóður borgi (þótt illa standi), unz ESB endurgreiði, en þá hefur Evrópusambandið þá skrúfu á stjórnvöld hér, að það vill ekki endurgreiða! Samt þjónuðu þessir styrkir fyrst og fremst Evrópusambandinu!

Allt er þetta eitt refjalið í Brussel. Það getur ekki beitt okkur hervaldi, en þar með er ekki sagt, að Brusselmenn beiti okkur ekki valdi, refjum og svikum. Þeir veittust gegn okkur í Icesave-málinu ítrekað; þeir gera það í makrílmálinu með smánartilboði, sem fæli í sér 13% minnkun veiða okkar, og reyna að sveigja Gunnar Braga til, af öllum mönnum, og þeir gera það einnig í IPA-málunum og kunna því einkar vel, ef núverandi ráðherrar komast í klandur.

Þetta Evrópusamband hefur ekki gefið okkur neitt. Athyglisverð er grein Vigdísar Hauksdóttur í Mbl. 5. nóv. 2010: 'Rúmir átta milljarðar ESB-ríkjanna'. Þar sést hvernig Jóhönnustjórnin vildi leggja átta milljarða kr. álögur á Íslendinga, til hagsbóta fyrir 15 ESB-ríki, til næstu fimm ára, þótt okkur bæri engin skylda til þess að lögum. Þannig vinna ESB-hækjur og Evrópusambandið sjálft gegn hagsmunum Íslands.

Jón Valur Jensson.


mbl.is ESB sjálft slitið viðræðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta er afleitt enda hafðir þú alltaf illan bifur á þessum styrkjum. Það höfðum við andstæðingar Esb nánast öll alltaf.

Helga Kristjánsdóttir, 18.12.2013 kl. 14:46

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rétt mælir þú, baráttukona, og beztu þakkir!

Jón Valur Jensson, 18.12.2013 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband