Varlega, Gunnar Bragi Sveinsson, semdu ekki af þér við óvini okkar!

Ærin ástæða er til að veita stjórnvöldum hér -- og utanríkisráðherranum sérstaklega -- aðhald í makrílmálinu. Hættulegar tillögur gætu legið í loftinu og falið í sér, ef Evrópusambandið aðhyllist þær, undanhald af okkar hálfu og stórtjón landsins, m.a. ef svo færi, að makrílstofninn skryppi saman eftir nokkur ár og að við, þrátt fyrir áframhaldandi miklar göngur hans hingað, værum þá með allt of lítinn hlut úr honum miðað við þá viðveru hans hér og ágengni á fæðustofna hans hér.

Sjá einnig hér: Full ástæða er til að AUKA makrílhlut okkar, alls ekki að skerða hann!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vill leysa deiluna fyrir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Getið þið ekki sett upp Áskorunarlista hérna á síðunni.

Eyjólfur G Svavarsson, 9.12.2013 kl. 09:57

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Af hverju eru íslensk stjórnvöld ekki búin að gera út rannsóknaleiðangra seinnipart vetrar suður og suðvestur í höf til að athuga hvort Makríllinn komi þaðann inn í vesturhluta lögsögunar.  Nú eru vísindamenn komir vísbendingar um að það sé hægt að spá um göngur Makríls eftir yfirborðshita og litar sjávar út frá gerfihnatta myndum. Var í fréttum í haust, íslensk kona í forsvari. Senda þyrfti 2-3 skip stax í Mars og leita eftir Makríl eftir gerfihnattaútreikningum og fylgja makrílnum eftir fram á haust þegar hann snýr aftur suður-suðvestur í höf, Aflinn yrði utan kvóta og eign skipanna og myndi borga leiðangurinn.  þá gætum við samið um austurMakrílin og átt vestur-Makrílinn með Grænlendingum.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 9.12.2013 kl. 10:39

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ha - eru norðmenn núna líka óvinir okkar. hvar endar þetta.

Rafn Guðmundsson, 9.12.2013 kl. 17:28

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeir hafa áður reynzt okkur misvel, m.a. hvalveiðimenn þeirra hér, stunduðu algera rányrkju, og ekki gáfust þeir okkur vel í Icesave-málinu. Ekki eru þeir hótinu skárri í makríl-málinu, Rafn minn.

Svo þakka ég Eyjólfi og Hallgrími innlegg þeirra.

Jón Valur Jensson, 9.12.2013 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband