Dýrkeyptar óþurftar-tilskipanir ESB

Hér skal vakin athygli á grein Halldórs Jónssonar verkfræðings, 'Er ekki nóg komið af bullinu frá ESB?', þar sem hann bendir á, að skv. tilskipun frá Evrópusambandinu á hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis hér sem í ESB að fara í 5% árið 2015 og 10% árið 2020, gersamlega að tilefnislausu, enda er hlutfall endurnýjanlegrar orku um 75% á Íslandi, eins og Glúmur Jón Björnsson, framkvæmdastjóri efnarannsóknastofunnar Fjölvers, hefur bent á.

Ívar Pálsson viðskiptafræðingur ritar einnig um þetta mál o.fl. í nýjum pistli sínum í dag: Óíslenskar tilskipanir, þ.e.a.s. þessa umræddu tilskipun, einnig um glóperubann, ofurþykkt einangrunar (sbr. dýrkeypta byggingareglugerð okkar) o.s.frv. Taka ber undir orð Ívars um hinn þindarlausa og umhugsunarlitla mokstur alþingismanna af ESB-tilskipunum inn í okkar efnahagslíf:

  • Nú er kominn tími til þess að endurskoða þetta fargan: snúa til fyrri vegar, sem var sá að vega og meta hvort tilskipunin henti íslenskum aðstæðum yfirleitt og haga aðgerðum í samræmi við það. Sú aðferð gekk ágætlega og veldur Íslendingum ekki kostnaði og armæðu eins og óþurftar-tilskipanir gera.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Orð í tíma töluð, enda fer enginn eftir þessu bulli. Ég hef ekki betur séð en að úti á Spáni eru nánast eingöngu notaðar glóperur. Og svo virðast þetta apparat ekki vita mikið um Ísland í sambandi við orkugjafa. Geta þeir verið með svona tilskipanir hér á landi? Ekki erum við komnir í ESB ennþá! og verðum vonandi ekki undir þeirra stjórn í komandi framtíð. Og svo eigum við að mínu mati að koma okkur úr Shengen eða hvað það nú heitir, áður en allt fyllist af glæpamönnum hér.

Eyjólfur G Svavarsson, 31.10.2013 kl. 11:39

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Við erum ekkert skyldug til að taka þetta upp. Það er í samningnum.

http://www.ruv.is/frett/er-ees-samningurinn-ad-breytast

Jón Steinar Ragnarsson, 31.10.2013 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband