Eru svik ráðamanna yfirvofandi í makrílmálinu?

Jón Bjarnason, fv. ráðherra, beinir athygli sinni, ef ekki atgeiri, að vafasamri frammistöðu Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra:

  • "Sjávarútvegsráðherrann lætur nú ESB kúga sig til undirgefni í makríldeilunni. Samkvæmt fréttum ætlar hann að þiggja úr hnefa ESB aðeins tæp 12% hlutdeild í heildarveiði á makríl. En það er um 30% lægri hlutdeild en við nú þegar höfum. Jafngildir þetta því að verið sé að gefa frá sér um 50-60 þús. tonn af makríl til ESB og Norðmanna.“ (Lbr. hér.)
Þannig ritar Jón á heimasíðu sinni í dag og talar um "fálmkennd vinnubrögð framsóknarmanna í mörgum meginmálum sem þeir hreyktu sér af og lofuðu í síðustu kosningabaráttu" og beiir þar einnig geiri sínum að Gunnari Braga utanríkisráðherra og ríkisstjórninni í heild. Jafnframt vill hann þó hvetja þá til góðra verka:
  • "En miklar væntingar eru bundnar við að þeir standi við stóru orðin.“

Það fær samt Jón ekki til að loka augunum fyrir því sem virðist uppi á borðinu í makrílmálinu, þ.e.a.s. að "svo virðist sem ríkisstjórnin sé að bogna vegna ólögætra hótana Evrópusambandsins um viðskiptaþvinganir." (Mbl.is segir frá.)

Hér er kannski ástæða til að spyrja: Hvernig getur forsætisráðherrann fengið af sér að liggja í sólinni vikum saman í útlöndum á tímum sem þessum? Veit hann ekki, að tíundi hver kjósandi (allra kjósenda samanlagðra) hefur nú snúizt frá því að kjósa Framsóknarflokkinn? Ætlar hann sér að jarða flokkinn með fjarvist sinni sem hófst þegar Alþingi var nýsett?

Hér birtist hins vegar skýr, rökrétt og einörð hugsun Jóns Bjarnasonar:

  • „Mín skoðun er reyndar sú að ekki eigi að ganga til slíkra nauðasamninga eins og nú er talað um í makríl. Og alls ekki á að bogna fyrirríkjasambandi sem í krafti stærðar og óskammfeilni heldur uppi hótunum um beitingu valds einsog ESB hefur gert gangvart  Íslendingum og Færeyingum. Færeyingar hafa þó enn haldið haus í deilunum við ESB um fiskveiðimálin, enda mikið í húfi, yfir 95% af útflutningstekjum þeirra.“

Erum við með veika ríkisstjórn eftir allt saman? Jón Bjarnason gagnrýnir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra fyrir að hægt gangi við að afturkalla umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið. Framgangan í makríldeilunni sem liggi í loftinu sé slæm vísbending um framhaldið varðandi umsóknina.

Og þetta er sérlega upplýsandi um makrílmálið:
  • „Ég minnist þess fyrir um ári síðan þegar sá orðrómur gekk að þáverandi sjávarútvegsráðherra hafi boðið ESB að lækka hlutdeild Íslendinga niður í tæp 14% af heildarveiðimagni makríls. Þá höfðu framsóknarmenn á þingi stór orð um svik og undirlægjuhátt ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms gagnvart ESB. Verið væri að bogna fyrir hótunum. Ég sem ráðherra taldi lágmarks hlutdeild okkar vera milli 16 og 17% af heildarveiði úr makrílstofninum,“ 

segir Jón á heimasíðu sinni, segist þar hafa tekið mið af útbreiðslu makríls í íslensku efnahagslögsögunni. Álit manns með þvílíka reynslu verður ekki sniðgengið. Það hlýtur að vera krafa Íslendinga, að Sigurður Ingi sjávarútvegsráðherra upplýsi um, hvað hann hefur í hyggju, áður en stórslys verður. En Jón minnir á grunnstaðreyndir, meðal annars hér:

"Hann segir að makrílveiðar Íslendinga hafi líklega gefið samtals um 100 milljarða króna í útflutningstekjur á undanförnum 4-5 árum og það muni um minna. „Eftirgjöf Framsóknar í makrílnum, sem liggur í loftinu, er slæm vísbending um framhaldið. Það eru gríðarlegir hagsmunir í húfi að við stöndum á rétti okkar í makríl, en lyppumst ekki niður fyrir hótunum ESB eins og nú er látið í veðri vaka.“" (Mbl.is og heimsasíða J.B.)

Í stað þess að viðurkenna hrikalegan skeikulleika sinn í stofnmati makríls hefur Evrópusambandið ekki látið af hroka sínum, heldur notar þetta þvert á móti til að reyna að pína Íslendinga niður í mun lægri kvótaprósentu en við höfum áður ætlað okkur og verið reiðubúnir til. Réttlætingin á að heita sú, að við fáum þó með þessu móti álíka magn í tonnum talið og áður. Hins sleppa hinir kænu ESB-menn að geta, að þeir ætla sínum sjómönnum og útgerðarmönnum á Bretlandseyjum og víðar að fá langtum meiri afla en áður!

Svo er ennfremur verið að láta þarna eins og þetta verði eitthvert framtíðarástand, en stofninn getur auðvitað sveiflazt niður á við á ný –– t.d. þegar hann verður búinn að ryksuga um of átuna af Íslandsmiðum –– og þá er afar illt í efni að sitja uppi með veiðiheimild í aðeins 12% af stofninum, allt vegna slappra stjórnvalda og samningamanna af okkar hálfu! Þá er nú betra að semja um alls ekki neitt, enda er Evrópusambandið enginn fulltrúi makrílsins né þinglýstur eigandi fiskistofnsins. Grin

Jón Valur Jensson.


mbl.is Sakar Framsókn um eftirgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Verd ad taka undir ahyggjur Jons Bjarnasonar og fleiri vardandi samninga um makrilinn og fleira. Ef nuverandi sjavarutvegsradherra vogar ser ad gefa tommu eftir i thessum daemalausa frekjugangi esb og nordmanna, tha er ljost ad nanast allt traust brestur a thessari rikisstjorn. Forsaetisradherra landsins flatmagar nu a solarstrond sem ekkert se edlilegra og enn hefur ekki verid tekid af skarid med esb umsoknina. Hvad eru framsoknarmenn ad hugsa, eda eru their ef til vill ekkert ad hugsa? Thratt fyrir nanast algera endurnyjun a mannskap i thinglidinu, virdist thessi flokkur enn og aftur vera ordinn galopinn i bada enda, ef ekki alla og ekki til neins annars liklegur en feta stigu sidustu kynslodar innan flokksins, sem asamt eldrimannalidinu i sjalfstaedisflokknum, med adstod samfylkingar og daufdumbs thingheims, setti her nanast allt til helvitis a mettima.

Halldór Egill Guðnason, 21.10.2013 kl. 20:31

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Lykilatriðið í þessu er auðvitað hvort um aðgang að ESB lögsögu er að ræða og/eða Noregslögsögu.

Það virðast hinsvegar blaðamenn hér uppi ekki fatta og engum dettur í hug að spurja um.

Þetta fatta hinsvegar færeyingar alveg undireins enda fiskveiðar og sjómennska miklu tengdari þjólífinu almennt en orðið er hér uppi í fásinni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.10.2013 kl. 21:31

3 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Þótt þetta geti talizt góður mótleikur hjá Færeyingum, í harðri varðstöðu um réttindi sín og þann ásetning að gefa ekkert eftir nema jafnt kæmi þá á móti, þá er þetta samt fjarri því að vera það "lykilatriði" í málinu, sem ESB-innlimunarpredikarinn Ómar Bjarki Kristjánsson vill vera láta. Hans sjónarmið virðast eins og fyrri daginn mótast af meðvirkni með Evrópusambandinu, hvort heldur um er að ræða Icesave-málið, Össurarumsóknina stjórnarskrárandstæðu eða makrílmálið. Hér gildir það mest að láta ekki hræða okkur frá því að veiða okkar þegar ákveðna hlut; sé stofninn verulega stækkandi, þyrfti veiðin jafnvel að verða hlutfallslega meiri, vegna aukins ágans á átu í okkar lögsögu.

Betra er ennfremur, að við höldum okkur við yfirráð okkar eigin fiskveiðilögsögu en að fara út í einhverja óþarfa flækju með fiskveiðiréttindin, kostandi bæði meiri olíueyðslu skipanna og þá áhættu að vanhæf ESB-fiskveiðistjórnunin eigi eftir að koma illilega í hausinn á okkur eftir ofveiðar Spánverja o.fl. í ESB-lögsögu og skyndilegar svæðalokanir eða veiðibann vissra tegunda.

Jón Valur Jensson.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 21.10.2013 kl. 22:38

4 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

... vegna aukins ágangs á átu ...

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 21.10.2013 kl. 22:40

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað er það lykilatriði í málinu hvort með formlegri kvótaúthlutun með samþyggi ESB, fylgi aðgangur að lögsögu ESB. Og í Framhaldi Noregs ef þeir fallsat á samkomulagið.

Þetta er algjört lykilatriði.

Vegna þess einfaldlega að þar með væri kominn stöðugleiki og eitthvað sem hönd væri á festandi.

En einhverra hluta vegna, eins og áður er minnst á, dettur engum fjölmiðlamanni í hug að spurja þessa blssuðu ráðamenn hérna útí þetta lykilatriði. Það er eins og ekki nokkur fjölmiðlamaður á Íslandi hafi vit á fiskveiðum.

Eg get hinsvegar upplýst að amkvæmt umfjöllun fjölmiðlamanna í Færeyjum, þá fylgir ekki aðgangur að ESB lögsögu 11.9% sem talað er um.

Hinsvegar á maður erfitt að sjá fyrir sér að Norðmenn fallist á þessa skiptingu sem til umræðu hefur verið. Vegna þess að þeir yrðu að minnka prósentuhluta sinn. Það væri þvert á þær raddir sem mest áberandi hafa verið þar. Þeir hafa talið að þeir ættu að fá stærri skerf en verið hefur.

Sennilega verður þetta þannig að ekkert formlegt samþyggi næst og flesir fara bara að veiða eins og þeir geta. Þar með leysist þetta mál af sjálfu sér. Snarminnkandi stofn með þeim afleiðingum að hann hættir að ganga svo langt norður og vestur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.10.2013 kl. 23:53

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Merkileg þessi ræða þín hér, Ómar Bjarki, um "snarminnkandi stofn", þegar Evrópusambandið viðurkennir nú loksins, að hann hefur farið snarstækkandi !

Jón Valur Jensson, 22.10.2013 kl. 02:36

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það var ekkert að marka fullyrðingar Evrópusambandsmanna síðustu ár og langt fram á þetta ár um að Færeyingar og Íslendingar væru að "ofveiða makrílinn". Þær fullyrðingar áttu að réttlæta yfirganginn gagnvart þessum þjóðum og gegn réttmætum yfirráðum þeirra yfir sinni fiskveiðiögsögu.

Svo kunna þessir ESB-vandráðar ekki að skammast sín, þegar allur grunnurinn fyrir fullyrðingum þeirra reyndist byggður á sandi, heldur er áfram reynt að kúga smáþjóðirnar og nú með nýrri áróðursbrellu sem ég kippti fótunum undan í næstsíðustu klausu greinar minnar hér ofar.

Ómar á nú bara bágt að hugsa eins og hann hugsar, eða hvernig fær hann út, að Norðmenn myndu fá minni hlut en þann sem þeir hafa haft þetta árið og í fyrra, þó að Íslendingar héldu sínum 16-17%? ALLIR fengju nefnilega meira í sinn hlut, vegna þess að algerlega er óhætt að auka veiðarnar til mikilla muna alls staðar.

Það er jafnvel spurning hvort makrílstofninn sé ekki orðinn hættulega stór fyrir jafnvægi lífríkisins. Þetta fer hvorki vel með aðrar fisktegundir, sem þurfa átuna, né fuglalífið við ströndina.

Og Íslendingar hafa staðið að sínum málum af ábyrgð; það tók þá ekki nema eitt ár að snúa hlutfalli makrílnýtingar til manneldis úr 10% í 90%.* Geri aðrir betur!

* Heimild: viðtal í nýlegu sjávarútvegsblaði.

Jón Valur Jensson, 22.10.2013 kl. 02:57

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Við gáfumst ekki upp í sjálfstæðis málum og höfðum sigur, við gáfumst ekki upp í landhelgismálum og höfðum sigur, við gáfumst ekki upp í Icsave málum og höfðum sigur þrátt fyrir kvislinga og við eigum ekki að gefa tommu eftir í þessu makríl máli, enda er það eina leiðin til að halda rétti okkar.

 Andstæðingurinn, innrásaraðilinn er nefnilega siðblind ófreskja sem mergsýgur jaðarsamfélög og svo  hrokafullir  yfirgangssamir Norðmenn.  Þetta sett stendur þétt saman að því að ræna okkur og Færeyinga æti á fiskimiðum okkar.  Frændur okkar þora og við eigum að gera það líka, samstaða styrkir. 

Hrólfur Þ Hraundal, 22.10.2013 kl. 19:42

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér gott og hvetjandi innleggið, Hrólfur.

Jón Valur Jensson, 22.10.2013 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband