17.10.2013 | 22:13
Rétt svar Færeyinga við fráleitu "tilboði" Evrópusambandsins
ESB á ekkert í makrílnum í NA-Atlantshafi, getur ekki sett fiskveiðiþjóðum þar neinar reglur, hvað þá fengið að gína yfir mestum makrílafla. Nú er komið fram lymskulegt "tilboð" sem við ættum að hafna eins og Færeyingar.
Daman gríska Damanaki segist ekki vilja makrílstríð, en "heldur ekki samkomulag sama hvað það kostar," og kemur svo með slepjulegan, PR-hljómandi áróður: "Ef við vinnum saman er samkomulag mögulegt (!), segir sjávarútvegsstjórinn og blaðrar svo um bjartsýni sína á "samkomulag" á færeyskum vef, eftir að hafa veifað grimmilegum hótunarvendi sínum yfir smáþjóðinni og er komin mun lengra þar en gagnvart Íslendingum.
- "Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins myndi hins vegar standa vörð um hagsmuni sambandsins í málinu," er þó haft eftir henni líka!
En það er Jacob Vestergaard, sjávarútvegs-ráðherra Færeyja, sem á hér heiður skilinn. Hann tekur skýrt fram, "að Færeyingar ætli ekki að sætta sig við 12% hlutdeild í makrílkvótanum líkt og [ESB]-framkvæmdastjórnin hefur gert að tillögu sinni." Hugmynd hennar er að Íslendingum verði boðin 11,9% en til þessa hafa íslensk stjórnvöld gert kröfu um 16-17%. (Mbl.is.)
Og lesið þetta (leturbr. hér): Vestergaard segir að Færeyingar vilji sem fyrr 15% en vilji Evrópusambandið ekki fallast á gagnkvæmar veiðar í lögsögum strandríkjanna eins og gjarnan er samið um í samningum um deilistofna ætli þeir að gera kröfu um 23%. Fundað verður um makríldeiluna í London 23.-24. október næstkomandi. (Mbl.is.)
Sigurður Ingi Jóhannsson má verða góður, ef hann ætlar að jafnast á við þennan ráðherra.
En það er meira í fréttum af þessu í dag, sem koma þarf hér fram og ræða. Eins og "tilboð" Evrópusambandsins var "kynnt" í hádegisútvarpi ESB-sinnaða Ríkisútvarpsins, átti það að heita svo, að stórveldabandalagið væri að "bjóða Ísendingum óbreyttan makrílafla eins og hann hafi verið síðasta ár."
En hér undir býr blekkingin ein. Samningamenn Íslands eiga vitaskuld að vita það, en von ESB-manna felst i því, að margir meðal almennings verði hér narraðir. Þarna er nefnilega miðað við stóraukningu heildar-makrílafla í NA-Atlantshafi, í nokkrum takt við leiðréttingu fiskifræðinga á kolvitlausu stofnmati ESB-manna hingað til. Þannig verða þessi 11,9% jafngild þeim 16-17% sem við höfum viljað taka okkur. En það fylgir ekki sögunni, að um leið og makrílstofninn drægist saman, niður í það sem hann var talinn í fyrra, þá myndi afli okkar út frá þessum ESB-ráðgerðu kvótaskipum, skerast stórlega niður og verða allt annað en jafngildi þess, sem var í fyrra, heldur um þriðjungi minni.
Höfnum refsskap Evrópusambandsmanna. Látum heldur ekki viðbrögð írska sjávarútvegsráðerrans blekkja okkur, eins og daman Damanaki sé að sækja að honum. Hún er í reynd að sækja gegn smáþjóðunum við Norður-Atlantshaf.
Jón Valur Jensson.
Færeyingar fallast ekki á tillögu ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fiskveiðar, sjávarútvegur | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 18.10.2013 kl. 15:28 | Facebook
Athugasemdir
Steingrímur þurfti að hnýta í þá frændur okkar fyrir að þora að krefjast réttar síns í þessari furðulegu landamæra deilu.
Auðvita á að semja um nýtingu flökkustofna.
En þegar viðsemjendur eru eins brútal og Evrópusambandið og Norðmenn, þá eigum við að veiða eins mikið af þessum arðræningja sem Evrópusambandið og Norðmenn láta vera hér á beit.
En gungan Steingrímur hafði ekki dug til að standa með Færeyingum og okkar hag frekar en fyrri daginn.
Hrólfur Þ Hraundal, 18.10.2013 kl. 16:56
Ísland á að standa á rétti þjíðarinnar og gefa ekkert eftir af þeirri hlutdeild sem við sannanlega eigum og höfum fullan rétt á! Að dæmi Færeyinga, ef ekki semst um, þá krefjumst við ca 30% hlutdeildar, ef við veiðum aðeins innan okkar 200 mílna landhelgi
Kolbeinn Pálsson, 18.10.2013 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.