7.9.2013 | 21:00
Vegna greinar Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í dag
Það er óttalega lítilmannlegt að kenna forsetanum um sjálfstæðisstefnu þjóðarinnar s.l. ár eins og í Icesave og varðandi aðild að ESB og makríldeiluna.
PS. Á morgun, sunnudag, klukkan 14 (fram undir kl. 17) verður yfirgangi ESB í makríldeilunni mótmælt á Ingólfstorgi. Um leið verður hægt að smakka á vel matreiddum makríl, auk þess sem boðið verður upp á harmonikkutónlist við hæfi.
Ótrúlegur samanburður að bera saman frjálst samstarf eins og NATO við tilraun til stofnun alríkis Evrópusambandsins með sameiginlegan gjaldmiðil: evruna.
NATO byggir á samstarfi, ESB byggir á flutningi valds til framkvæmdastjórnarinnar í Brussel, sem vill stjórna aðildarríkjunum þaðan (og gerir í stórum mæli nú þegar).
Þorsteinn Pálsson má nota sinn tíma til að gremjast út í forsetann okkar og aðra þá, sem finnst fýsilegri valkostur fyrir frjálsa þjóð að láta ekki stórveldið gleypa sig.
Þorsteinn Pálsson skilur ekki lengur muninn á sjálfsákvörðunarrétti og ánauð eða lýðræði og gerræði. Honum svíður greinilega að sjá eftir bitlingi hjá nýja stórveldinu og getur ekki sætt sig við að meirihluti þjóðarinnar vill ekki inn í Evrópusambandið fara.
Það hlýtur að vera erfitt að vera svona á þverkant við þjóðina.
Gústaf Skúlason.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:24 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Samtök um rannsóknir á ESB ...
Fullt nafn samtakanna er: Samtök um rannsóknir á Evrópusambandinu (ESB) og tengslum þess við Ísland (smellið hér!) Athugasemdir skrifist hér, vinsamlegast, undir fullu nafni, og gæti menn fyllstu kurteisi. Rakalaust persónuníð ekki liðið hér.
Efni
Nýjustu færslur
- Boris Johnson hefst strax handa við að löggilda Brexit-niðurs...
- FÁKEPPNI í fjölmiðlun: ESB-maðurinn Helgi Magnússon, sem á Fr...
- Stórsigur Íhaldsflokksins blasir við í brezku þingkosningunum...
- Löngu tímabær þingsályktunartillaga komin fram um að draga t...
- Kolbrún Bergþórsdóttir þæfist við í sínum ESB-predikunum sem ...
- Óhjálpfús Björn Bjarnason við leitina að sannleikanum um EES
- Nú er Fréttablaðið alfarið eign Helga Magnússonar, ESB-innli...
- Endanlegur samningur um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu...
- Gott til upprifjunar: Afstaða þingmanna til umsóknar um að Ís...
- Ein EU Liebesgedicht
- Skýrslan um EES-samninginn og áhrif hans virðist í mörgu till...
- Skýrsla 3ja manna nefndar utanríkisráðherra um meinta kosti o...
- Sjálfstæðisflokkurinn á erfitt uppdráttar með ótryggan Bjarna...
- Áberandi meirihluti Breta vill að Brexit-ákvörðunin verði vir...
- Orkupakka-gróðaáform undirbúin með margra ára fyrirvara! Helm...
Færsluflokkar
- Auðlindir og orkumál
- Bloggar
- Bretland (UK)
- Dægurmál
- English, blogs in
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fiskveiðar, sjávarútvegur
- Fjármál
- Fullveldi og sjálfstæði Íslands
- Hermál, varnarmál
- Innflytjendamál
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Norræn málefni
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Spilling í stjórnmálum
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Spurt er
Eigum við að HÆTTA VIÐ ESB-inngöngu-umsóknina?
JÁ 61.1%
NEI 24.1%
Óákveðin(n) 14.8%
108 hafa svarað
Tenglar
EVRÓPUSAMBANDIÐ
- NEI við ESB vefsetur samtaka gegn ESB-aðild Lítið á fróðlega vefsíðuna!
- Nei við ESB Facebókarsíða samtakanna
- EVRÓPUSTOFA - Jón Valur Jensson er ekki sáttur við Evrópustofu Viðtal við JVJ á Bylgjunni (Í Bítið) 27. jan. 2012
Mínir tenglar
- Fréttaknippi Mbl.is um ESB-mál Fjöldi frétta um fullveldismálin og hið ágenga stórveldi, sambræðslu gamalla nýlenduvelda umfram allt
- Evrópuvaktin, öflugur vefur færra manna Björn Bjarnason og Styrmir Gunnarsson reka þessa vefsíðu, sem fylgist afar vel með öllum hræringum ESB-málefna
- ESB og almannahagur Mjög athyglisverð vefsíða Páls H. Hannessonar félagsfræðings sem hefur lengi starfað fyrir verkalýðshreyfinguna og sem blaðamaður, m.a. á danska blaðinu Notat.dk sem sérhæfir sig í skrifum um ESB.
- Heimssýn, heimasíðan
- Moggablogg Heimssýnar
- Vinstrivaktin gegn ESB Mjög góður vefur
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- zumann
- halldojo
- gunnlauguri
- maeglika
- hhraundal
- bassinn
- ragnhildurkolka
- asthildurcesil
- benediktae
- bjarnihardar
- westurfari
- alyfat
- eggertg
- einarbb
- ea
- vidhorf
- bofs
- falconer
- gmaria
- alit
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gustaf
- halldorjonsson
- diva73
- hjorleifurg
- isleifur
- jaj
- fiski
- islandsfengur
- ksh
- krist
- pallvil
- rosaadalsteinsdottir
- samstada-thjodar
- tibsen
- viggojorgens
- postdoc
- vinstrivaktin
- thjodarheidur
- ornagir
- arnarstyr
- axelaxelsson
- bjarnijonsson
- diddmundur
- egill
- bjartsynisflokkurinn
- sunna2
- esbogalmannahagur
- gudjonelias
- gudjul
- hreinn23
- coke
- gustafskulason
- heimssyn
- kliddi
- thjodfylking
- johanneliasson
- jonbjarnason
- prakkarinn
- jvj
- koala
- kristjan9
- lifsrettur
- maggiraggi
- predikarinn
- ragnargeir
- undirborginni
- seinars
- thflug
- skolli
- doddidoddi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 208653
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þvílíkt rugl sem þessi grein er. ESB er ekki alræðisríki og stefnir ekki í að varða það. ESB er samstarfsvettvangur 28 sjálfstæðra og fullvalda lýðræðisríkja í Evrópu sem hefur það marmkið að bæta lífskjör almennings í öllum aðildrríkjunum auk þess að stuðla að friði og mannréttindum. Öllum aðildarríkjum er frjálst að hætta aðild að þessu samstarfi kjósi þau svo.
Hér er því um samstarf að ræða eins og Nato og Sameinuðu þjóðunum þó vissulega sé um víðtækara samstarf að ræða. En að tala um ESB sem einhvers konar "alríki" sýnir annað hvort mikla vanþekkingu á ESB hjá þeim sem lætur slíkt út úr sér eða að hann sé vísvitandi að blekkja fólk með slíku.
Sigurður M Grétarsson, 8.9.2013 kl. 10:26
Þetta er strámaður hjá þér, SMG. Þú sannar ekki, að Danmörk hafi haldið fullveldi sínu í viðskiptamálum með því að benda á, að ESB sé ekki "alræðisríki" eða að lýðræðislegar kosningar fari fram í löndunum 28. Auðsveipni Dana í síldar- og makríldeilu ESB við Færeying kenur til af fullveldismissi Dana yfir þessum málum til ESB.
Þú afsannar ekki, að Bretar misstu fullveldið yfir eigin fiskveiðilögsögu í Norðursjó til Evrópusambandsins með þessu mali þínu hér um "samstarf" og ESB sem "samstarfsvettvang". Bretar urðu að bíta í það súra epli að missa 100.000 störf í sjávarútvegsgeiranum eftir inntökuna í ESB.
Orðum Gústafs um "alríkið" ESB ruglar þú í vissum barnaskap saman við "alræðisríki" (totalitarian state). Alríkið vísar til yfirríkis, sambandsríkis, eins og ESB-þingið stefndi á strax fyrir síðustu aldamót í opinberri samþykkt sinni. Það yfirríki tekur sér ÆÐSTA og RÁÐANDI löggjafarvald skv. inntökusáttmála við hvert nýtt ESB-ríki, en landslög verða skv. þeim sáttmála VÍKJANDI, ef þau rekast á ESB-lagaverkið. Svo staðfestir ESB-dómstóllinn í Lúxemborg ráðandi löggjöf Brusselvaldsins, eins og hann gerði í tilfelli Bretanna, þeim til hneisu og niðurlægingar. Það er nú allt "samstarfið".
"Í samþykkt [Esb.]þingsins frá desember 1997 segir m.a.: "Löndin sem sækja um aðild verða að sýna, að þau séu trú grundvallarmarkmiðum ríkjasambands sem stefnir í átt að sambandsríki" ("federal state"). Í samþykktinni er hvatt til þess að afnema neitunarvald, minnka áhrif smáríkja og auka miðstjórnarvald.” (Ragnar Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind, s. 103.) Þessu er m.a. framfylgt í krafti Lissabon-sáttmálans, sem eykur YFIRRÁÐ STÆRSTU RÍKJANNA í ráðherraráðinu í Brussel um 61% - það ákvæði sáttmálans tekur gildi 1. nóv. 2014; þá minnkar t.d. atkvæðavægi Möltu í leiðtogaráði Esb. og ráðherraráðinu úr 0,87% niður í 0,08% - atkvæðavægi Íslands yrði aðeins 0,06%.
Jón Valur Jensson, 8.9.2013 kl. 10:38
Jón. Bretar hafa ekki misst fullveldi yfir sinni fiskveiðilögsögu. Þeir ráða sjálfir hverjir fái að veiða úr þeirra eigin kvóta.
Missir starfa í sjávarútvegi í Bretlandi hefur ekkert með ESB aðild þeirra að gera. Það er afleiðinga af mörgum þáttum þar á meðal missi réttar til úthafsveiða vegna samþykkta um 200 mílna fiskveiðilögsögu strandríkja, minnkiandi veiði úr þeirra stofnum og að endingu sömu ástæðu og er fyrir því að mun færri vinna við sjávarútveg hér en fyrir nokkrum áratugum sem er bætt tækni í sjávarútvegi sem minnkar þörf fyrir starfsfólk.
Í öllu samstarfi takmarka menn sitt svigrúm til að fara eigin leiðir. En að tala um þá reglu að ESB reglur skuli sjálfkrafa lögfestast í aðildarríkjum sem missi á fullveldi þegar ríki getur hvenær sem er hætt í þessu samstarfi er fáránleg. Ef þú ræður þig í vinnu þá getur þú ekki ráðið hvað þú gerir á þeim tíma sem telst til vinnutíma samkvæmt þeim ráðningarsamningi. Með sömu rökum væru menn þá að hluta að afsala sér sjálfræði með því að ráða sig í vinnu. En þegar haft er í huga að viðkomandi getur hvenær sem er sagt upp þeirri vinnu þá er alveg á hreinu að svo er ekki.
Sigurður M Grétarsson, 8.9.2013 kl. 10:56
Nei, SMG, það, að ESB reglur lögfestast sjálfkrafa í aðildarríkjum og víkja til hliðar landslögum, er svo sannarlega missir fullveldis og ekkert "fáránlegt" að minna á það enn og aftur, þó að ESB-ríkin geti -- ekki "hvenær sem er", heldur með miklum erfiðismunum, sem jafngilt geta í ýmsum tilvikum ómöguleika -- hætt í "þessu samstarfi" sem er ekki samstarf, þegar ríki þarf að lúta algerri nauðung og afsali sinna landsréttinda. Og meira getur auðveldlega fylgt auk fiskveiði-einokurnar ríkja í lögsögu sinni, þ.e.a.s. yfirráð þeirra yfir eigin orkulindum eða ráðstöfun (nýting) þeirra. Það er verulega fáránlegt að líkja þessu við það þegar einstaklingur fær sér vinnu!!! Og sannarlega vita brezkir og skozkir sjómenn betur en þú um missi þeirra á fiskveiði til Spánverja. Réttur Spánverja til aðgangs að Norðursjó var einmitt það sem ESB-dómstóllinn staðfesti, þvert gegn brezkum lögum. Sjá nánar í verkinu Tengsl Íslands og Evrópusambandsins, með undirtitlinum "Skýrsla Evrópunefndar um samstarfið á vettvangi EES og Schengen og um álitaefni varðandi hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu", Rv. 2007 (notið leitar-aðferð!).
Jón Valur Jensson, 8.9.2013 kl. 13:09
Komið þið sæl; lesendur og skrifarar - og þakka þér saman tektina, Gústaf Adolf, ekki síður.
Sigurður M Grétarsson !
Það er nánast; sama hver borið er niður, þar sem þú kemur að málum, útúrsnúningar og skælur, til fylgilags við ESB Drauginn, skulu vera þínar Ær og Kýr, dreng tetur.
Rétt; sem oftar og áður, að minna á aðkomu Þorsteins Pálssonar, að niðurslagi Hraðfrystihúss Stokkseyrar hf, á árunum 1987 - 1992, ásamt samþingmanna dulum sínum, þar sem félagi minn og stórvinur; Eggert Haukdal á Bergþórshvoli, hélt einn þingmanna, uppi vörnum fyrir byggðarlagið og atvinnulífið á Stokkseyri, á meðan lúmskur og undirförull Þorsteinn Pálsson, lagði sig í líma við, að grafa undan plássinu.
Sigurður M; ESB snápur - og aðrir áþekkir, mættu gjarnan koma þeirri hlið ÞP, inn í umræðuna, þesgar þessi ómerki Fréttablaðs snati, er að derra sig, yfirleitt.
Sigurður M !
Reyndu ekki; að hrekja réttmæta ábendingu Jóns Vals Jenssonar, um hið raunverulega eðli Evrópusambandsins, sem er svona viðlíka, og gamla Sovét appartið virkaði forðum, nema;; kannski 1/2 meira skrifræði við að etja, suður í Brussel - en nokkurn tíma náði að verða, í Moskvu þeirra tíma.
Væri lágmarks vitglóra; í íslenzkum valdamönnum, væri úrsögn úr EES og frá Schengen, næst uppi á borðum, þó vart sé þess að vænta því miður, með tilheyrandi SPARNAÐI, reyndar !!!
Með beztu kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.9.2013 kl. 14:12
Eins og Gústaf bendir á eru NATO og ESB í eðli sínu ólík fyrirbæri vegna þess að framkvæmdastjórn NATO fær ekki til sín valdheimildir ríkis til að taka bindandi ákvörðun um ákveðin málefni fyrir hönd þess. Ákvarðanir NATO eru teknar sameiginlega og einróma af framkvæmdastjórn þess.
Ákvarðanir ESB eru hins vegar byggðar á meirihluta atkvæða og Sambandið fær fullar valdheimildir í ákveðnum málaflokkkum eins og eftirfarandi atriði í Lissabonsáttmálanum bera með sér (leturbreytingar eru mínar):
I. BÁLKUR
FLOKKAR OG SVIÐ VALDHEIMILDA SAMBANDSINS
2. gr.
1. Þegar Sambandinu eru veittar fullar valdheimildir á tilteknu sviði í sáttmálunum er því einu heimilt að setja lög og samþykkja lagalega bindandi gerðir en aðildarríkjunum er því aðeins heimilt að gera slíkt að Sambandið veiti þeim umboð til þess eða í því skyni að koma gerðum Sambandsins til framkvæmda.
Og hvaða atriði eru þetta svo? Sjá í 3.gr.:
3. gr.
1. Eftirtalin svið skulu falla undir fullar valdheimildir Sambandsins:
a) tollabandalag,
b) setning nauðsynlegra samkeppnisreglna vegna starfsemi innri markaðarins,
c) peningamálastefna fyrir þau aðildarríki sem hafa evru sem gjaldmiðil,
d) verndun lífrænna auðlinda hafsins innan sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar,
e) sameiginleg viðskiptastefna.
Þorsteinn er því á villigötum ef hann telur að hægt sé að leggja aðild ríkis að ESB og NATO algjörlega að jöfnu.
Það er því alveg rétt að segja að aðildarríki ESB afsala sér því í raun fullveldi í ofangreindum atriðum þegar þau hafa framselt ákvörðunarrétt sinn um innleiðingu laga og reglna eða nýtingu auðlinda til ESB.
Ísland háði hatramma baráttu í þorskastríðunum til að ná fullum yfirráðum yfir fiskimiðum okkar og nýtingu þeirra frá sömu þjóðum og sumir vilja nú ólmir afhenda þeim full yfirráð um nýtingu þeirra á ný.
Þetta er náttúrulega bilun!
Erlingur Alfreð Jónsson, 8.9.2013 kl. 17:54
Jón Valur. Það er skýrt ákvæði í Lissabon sáttmálanum um einhliða rétt ríkja til úrsagnar úr ESB. Það eru því engir erfiðismunir sem til þar.
Svo gleymir þú þeirri einföldu staðreynd að það eru aðildrríki ESB sem stjórna ESB en ekki öfugt. Það er einungis leiðtogaréðið sem getur lagt fram lagabreytingar. Það ráð samanstendur að leiðtogum ESB ríkja. Þar fer nánast aldrei neitt út nema í sátt allra ríkjanna enda alltaf leitast við að ná slíku fyrst.
Þegar tillaga fer þaðan út þá fer hún fyrst til framkvæmdaráðsins sem útbýr lagatexta fyrir þá tillögu sem leiðtogaráðið ákvað og fer þá bæði til ráðherraráðsins og Evrópuþingsins. Ráðherraráðið er skipað fagráðherrum aðildarríkjanna í hverjum málaflokki fyrir sig og til að ná þar í gegn þarf aukinn meirihluta bæði hvað varðar fjölda ríkja og fjölda íbúa samtals. Þannig geta meira að segja smáríkin stoppað mál þar ef þau standa saman. Evrópuþingið samanstendur síðan af þingmönnum sem kosnir eru beint af kjósendum í aðildarríkjum.
Engin lög ná í gegn nema vera samþykkt bæði í ráðherraráðinu og Evrópuþinginu. Í ráðherraráðinu er eins og í leiðtogaráðinu alltaf leitast við að ná niðurstöðu sem öll ríkin geta sætt sig við enda hefur það aldrei gerst innan ESB að sett hafa verið lög sem ganga gegn grunvallarhagsmunum einhvers ríkis.
Hvað varðar veiðar Spánverja í breskri fiskveiðilögsögu þá er það þannig að til þess að fá að veiða þar þá þurfa þeir kvóta. Á tímabili var kvótahopp vandamál í breskri lögsögu enda reglur þar öðruvísi en hjá öðrum sjávarútvegsríkjum innan ESB. Nú hafa hins vegar verið settar reglur þar sem leitt hafa til þess að kvótahopp er ekki lengur vandamál þar. Kvótahopp hefur aldrei verið vandamál hjá neinu öðru ESB ríki.
Það er því fáránleg fullyrðing að ESB sé að taka fiskveiðiauðlindir frá einhverju ríki eða bara yfir höfuuð nokkrar auðlindir. Það hefur aldrei veirð gert og hefur aldrei stað9ið til að gera.
Ég stend því við það þegar ég segi að fullyrðingar um alræði í ESB svo ekki sé talað um missi sjálfstæðis eða fullveldis ríkja er tómt kjftæði og hreinar rangfærslur ykkar ESB andstæðinga.
Óskar Helgi. Fortíð Þorsetins Pálssonar kemur umræðu um kosti og galla ESB aðildra okkar ekkert við.
Það að kalla menn "snápa" einhvers fyrir það eitt að vera ósammála þér segir meira um þig en þann sem þeim orðum er beint að.
Ég er ekki að gera neina tilraun til að hrekja neinar "réttmætar ábendingar" Jóns Vals heldur að leiðrétta bull og kjaftæði sem hann ber á borð varðandi ESB. Flest það sem hann hefur skrifað um ESB bæði á sinum eigin síðum og á síðum annarra er einmitt ekkert annað en það.
Sigurður M Grétarsson, 8.9.2013 kl. 18:09
Skoðanir eiganda Fréttablaðsins og Þorsteins Pálssonar á aðild að EB fara saman.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.9.2013 kl. 18:28
Komið þið sælir; sem fyrr !
Sigurður M Grétarsson !
Engin Goðgá er það; að ég nefni illyrmis- og undirferlisþátt Þorsteins Pálssonar, úr fortíðinni.
Er það einhver ósvinna sérstök; að minna fólk á fyrri tíma hroðvirkni, þessa skrifræðis Nasista Skúms ESB, Sigurður minn ?
Einkar óþægilegt; þér sjálfsagt, sem fleirrum lagsmönnum Þorsteins líkast til, svo ekki yrði nú minnst á, ''sölu'' hans, á Síldarverksmiðjum ríkisins einnig, forðum.
Endilega; haltu þig til hlés Sigurður M, eigir þú bágt með að þola, að þér sé bent á einfaldar staðreyndirnar, þó bitrar kunni þér að vera, Kópavogsbúi felmtri slegni.
Hinar sömu kveðjur; sem öðrum fyrri - eftir; sem áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.9.2013 kl. 20:00
Hef verið og verð um hríð upptekinn, mun svo svara rangfærslum í máli Sigurðar M. Grétarssonar, hins króníska afsakanda Evrópusambandsins og Samfylkingarpólitíkur, þ.m.t. Icesave-samninganna.
Jón Valur Jensson, 8.9.2013 kl. 21:02
Þakkir Jón, Óskar, Erlingur og Heimir fyrir málefnaleg rök og umræðu.
Ráðlegg Sigurði að nota tímann í annað en að "leiðrétta bull og kjaftæði" - það er eitthvað svo vonlaust, þar sem bull og kjaftæði lætur ekki leiðréttast.
Kær kveðja
Gústaf Adolf
Gústaf Adolf Skúlason, 8.9.2013 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.