Schengen gerir landið berskjaldað fyrir austantjalds-mafíósum og islamistum

Íslendingum er lítil vörn í Schengen-kerfinu frá mönnum sem smygla sér inn frá aðliggjandi löndum ESB-landa, t.d. Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Vandinn myndi margfaldast með "aðild" Tyrkja. Ný frétt frá Eistlandi sannar þetta:

  • Gæsla á landamærum Eistlands og Rússlands við ána Narva í Eistlandi er ófullnægjandi og brýnt er að bæta þar úr. Landamærin eru hluti af ytri landamærum Schengen-svæðisins.
  • Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirmaður lögfræðisviðs lögreglustjórans á Suðurnesjum, sótti í vor ráðstefnu um mansal í Eistlandi og skoðaði m.a. landamærastöð við Narva.
  • Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir hún að eistnesk stjórnvöld séu meðvituð um vandann, en það hafi komið henni á óvart hversu lítil fyrirstaða sé á landamærunum. (Mbl.is.) 

Um þetta má lesa nánar í Morgunblaði dagsins í dag.

Hingað geta þá flutzt án vegabréfaskoðunar rússneskir mafíósar eða öllu heldur skósveinar þeirra, og þegar Stefani Fühle, "stækkunarstjóra" ESB, verður að þeirri ósk sinni og margra ráðamanna í Evrópusambandinu að fá Tyrki inn í bandalagið, þá margfaldast vandinn með því að gera öfgamúslimum kleift að lauma sér inn í Evrópusambandið yfir hin 1673 km löngu landamæri Tyrklands að Sýrlandi, Írak og Íran.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Lítil fyrirstaða á Schengenlandamærum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það mætti halda að stækkunarstjóri ESB hugsi frekar um magnið en gæðin.

Hvað okkur íslendinga snertir, þá gátum við ferðast skilríkjalaus til Norðurlandanna fyrir Schengen.  Nú komumst við hvorki lönd né strönd án vegabréfs.

Eðlilega er spurn; hverjum kemur Schengen best?

Kolbrún Hilmars, 7.9.2013 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband