Hér sést fullveldi Dana í mikilvægu máli fokið út í veður og vind; Evrópusambandið hirti það

Fréttin af því, að Danir ætla sér að framfylgja refsiaðgerðum Evrópusambandsins með því að meina færeyskum fiskiskipum að landa í dönskum höfnum, er staðfest af Karen Hækkerup, matvælaráðherra Dana, á fundi í dag í þingnefnd um málefni Færeyja á vegum danska Þjóðþingsins, samkvæmt færeyska fréttavefnum Portal.fo, eins og Mbl.is segir frá.

  • „Við getum ekki gert annað en framfylgt ákvörðunum Evrópusambandsins þar sem Evrópudómstóllinn beitir sér að öðrum kosti gegn okkur. Við höfum ákveðnar skuldbindingar sem ESB-aðildarríki og þær hafa Færeyingar ekki og því munur á,“ sagði Hækkerup í samtali við fréttavefinn eftir fundinn. (Mbl.is.)

Hetjuleg framkoma eða hitt þó heldur! En járnhörð lögmál gilda hér um innan stórveldisins. Verndarhlutverk Dana gagnvart Færeyingum fellur dautt niður við svo búið, en hér gætum við hins vegar aðstoðað. Ekki verður þó mælt með því hér, að Færeyingar grípi nokkurn tíma til þess örþrifaráðs að sameinast okkur í einu lýðveldi – valdstéttin hér er fjarri því að vera svo traustverð, að aðrar þjóðir geti talið sér óhætt að sameinast okkur og fyrirgera síðan fullveldi beggja eða allra þriggja þjóðanna, eins og fjórða þjóðin við Norður-Atlantshaf, Nýsjálendingar, lentu í um miðja 20. öld.

  • Fram kemur að ráðherrann hafi þó ekki misst alla von enn þar sem danska utanríkisráðuneytið hafi óskað eftir því við Evrópusambandið að það falli frá boðuðum refsiaðgerðum á meðan deilan er til meðferðar hjá gerðardómi Sameinuðu þjóðanna. (Mbl.is.)

Mjög ólíklegt er, að Brusselvaldið fallist á slíka frestun, sem gæti orðið mjög löng, fram á næsta ár a.m.k., í þessu máli, og herskár hljómur Damanaki og annarra valdamanna bendir ekki til þess. Það styttist líka í, að við Íslendingar megum búast við svipuðu viðskiptastríði, en hraustlega verður reyndar tekið á móti, að mestu með lagaúrræðum.

Segja má, að hér sjáist fullveldi Dana í mikilvægu máli hafa fokið út í veður og vind; Evrópusambandið hirti það. Það gerðist í raun með inntöku Dana í ESB, því að inntökusáttmálar og Lissabon-sáttmálinn fela í sér fulla samþykkt á ráðandi löggjafarvaldi ríkjasambandsins.

Þeir Íslendingar, sem lengi hafa barið hausnum við steininn um þau grundvallarmál, komast kannski til fullrar meðvitundar, þegar þeir sjá til fulls, hvað hér hefur gerzt.

Já, nú er sitthvað rotnara en margur ætlaði í ríki Dana!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Danir verða að refsa Færeyingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Já, Jón. Þetta er afkáraleg og "pinlig" staða og afleit sem komin er upp hjá hinu sjálfstæða konungsveldi Dana. Þetta dæmi ætti að sýna mönnum nokkuð hvernig svokallað fullveldi þjóða innan ESB er praktíserað. Þarna er um handfastar staðreyndir að ræða, en að vísu er þetta ekki fullreynt ennþá og spennandi verður að sjá hvernig þessu máli lýkur.

Kristinn Snævar Jónsson, 21.8.2013 kl. 17:27

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Hvað segja jámenn núúú!

Eyjólfur G Svavarsson, 21.8.2013 kl. 23:25

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jón Valur þeir sem hafa barið hausnum við steininn og boða að við héldum sjálfstæði okkar þrátt fyrir innöngu í Esb.vissu þetta allan tímann,heiðarleikinn er bara ekki meiri. Þetta segi ég af biturri reynslu,meðvitund þeirra finnur eitthvað til að hanga á líkt og ruddaskap okkar að neita að borga Icesave.

Helga Kristjánsdóttir, 22.8.2013 kl. 00:53

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka ykkur öllum fyrir innleggin.

Jón Valur Jensson, 22.8.2013 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband