19.7.2013 | 18:29
Sendiherra Íslands stendur sig vel í makrílmálinu, en ESB þorir aðeins í smáþjóðir!
Benedikt Jónsson, sendiherra Íslands í Bretlandi og Írlandi, hefur vakið athygli á því, sem hér er rétt að kalla tvöfeldni Evrópusambandsins í makrílmálinu, því að það hótar einungis Íslendingum og Færeyingum, en RÚSSA lætur það í friði, þótt þeir stundi miklar veiðar úr makrílstofninum í NA-Atlantshafi.
- Sendiherrann bendir ennfremur á að allar þjóðirnar sem nýttu makrílstofninn væru sameiginlega að veiða meira en vísindamenn ráðlögðu. Íslendingar væru að veiða 22,7% ráðlagðrar veiði og Evrópusambandið og Norðmenn saman 90,3%. (Mbl.is, leturbr. hér.)
Það er gleðilegt, að sendiherra Íslands í þessum löndum haldi uppi vörn og sókn í mikilvægu hagsmunamáli okkar gleðileg breyting frá því, sem virtist ástandið í utanríkisþjónustunni undir yfirstjórn Össurar Skarphéðinssonar, að því er Icesave-málið áhrærði; en þar sté þá forseti Íslands með eftirminnilegum hætti fram okkur til varnar, m.a. í brezkum fjölmiðlum.
Viðtalið við Benedikt birtist í Irish Times, og hann lét sér ekki nægja að benda á þessa ósamkvæmni í makríl-stefnu Evrópusambandsins, gagnvart smáþjóðum annars vegar og stórþjóð hins vegar, því að hér er annað dæmi um góðar áherzlur hans:
- Þá ítrekar Benedikt við Irish Times að íslensk stjórnvöld telji að refsiaðgerðir myndu brjóta gegn reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og 9. grein samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES).
Látum ekki semja okkur út í einhverja vitleysu stöndum á réttinum yfir okkar lögsögu! Og það er fullkomlega rétt hjá forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, að innan Evrópusambandsins "hefðum [við] ekki haft aðstöðu til að verja rétt okkar [í makrílmálinu]. Þetta er því ... áminning um mikilvægi þess að hafa yfirráð yfir eigin auðlindum verja fullveldið til þess að geta varið hagsmuni þjóðarinnar út á við."
Myndin er af sendiherranum Benedikt Jónssyni.
Jón Valur Jensson.
Hótunum ekki beint að Rússum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fiskveiðar, sjávarútvegur | Aukaflokkar: Evrópumál, Fullveldi og sjálfstæði Íslands, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.