Þjóðaratkvæði um úrsögn Ítalíu og Bretlands úr Evrópusambandinu?

Það er ekki að undra, að vantrausti almennings í þessum löndum á ESB (69% Breta vantreysta því, en 53% Ítala) fylgi háværar kröfur um úrsögn landanna úr sambandinu. Fimm stjörnu-hreyfingin, sem "vann kosningasigur á Ítalíu fyrr á þessu ári, hyggst beita sér fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram í landinu um veru þess í Evrópusambandinu og á evrusvæðinu" (Mbl.is). Við þekkjum öflugan straum með slíku í ekki aðeins UK Independence Party, heldur líka í Íhaldsflokknum.

  • Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að mögulegt sé að knýja fram þjóðaratkvæði á Ítalíu með því að safna 500 þúsund undirskriftum því til stuðnings og ef stjórnlagadómstóll Ítalíu úrskurðar að tillagan sé í samræmi við stjórnarskrá landsins. (Mbl.is)

Beppe Grillo, leiðtogi Fimm stjörnu bandalagsins.  Fróðlegt verður að sjá, hvernig tillögu flokksleiðtoga Fimm stjörnu-hreyfingarinnar (MoVimento 5 Stelle), Beppe Grillo, reiðir af í ítalska þinginu. Hann er reyndar í stjórnarandstöðu, en hefur verið mjög áberandi sem gagnrýnandi þeirrar leiðar, sem Ítalíu hefur verið ýtt út á til lausnar á efnahagsvanda landsins "að kröfu Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrisjóðsins" (Mbl.is), og orð hans hafa fallið í góðan hljómgrunn meðal almennings, því að flokkurinn náði 23,79% atkvæða til ítalska senatsins og 25,55% til fulltrúaþingsins (Camera dei Deputati; þá þingdeild afnam Mussolini á sínum tíma, 1939, en hún var endurreist 1943).

JVJ. 


mbl.is Vill þjóðaratkvæði um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Úr ítölsku stjórnarskránni (frá Wikipedia):

"The Constitution recognises general referenda for repealing a law or part of it, when they are requested by five hundred thousand voters or five Regional Councils; while referenda on a law regulating taxes, the budget, amnesty or pardon, or a law ratifying an international treaty are not recognised."

Hugtakið "international treaty" getur átt við aðildarsamning Ítala við ESB skv. http://en.wikipedia.org/wiki/International_treaty. Ef ítalski stjórnlagadómstóllinn er sammála því, þá er ekki leyfilegt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn úr ESB eða evrunni án undanfarinna breytinga á stjórnarskránni. 

Austmann,félagasamtök, 25.5.2013 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband