Titanic lítur ekki vel út til björgunar Íslandi

Søren Søndergaard, Evrópuþingmaður fyrir dönsku samtökin Folkebevægelsen mod EU, segir að

  • ákvörðun Íslands um hlé á viðræðum "sé alvarleg ofanígjöf við Evrópusambandið sem hafi ekki aðeins orðið sífellt óvinsælla á meðal íbúa þess heldur hafi nú fengið slíka ofanígjöf frá ríki sem búi að langri lýðræðishefð. Það líti ekki vel út í ferilskrá sambandsins. (Mbl.is)

Mat Sørens á þessu er ekki út í hött, en fullveldissinnar íslenzkir hefðu viljað þiggja hér fullan sigur úr hendi fullveldistrúrra stjórnmálaleiðtoga, ekki hálfan og óvissan til lengdar – og það niðurstöðu sem býður ESB-sinnum upp á áframhaldandi áróður og undirróður, en krefur sjálfstæðissinna um órofa baráttu fyrir landið árum saman, vitaskuld ólaunaða með öllu.

En hér verður líka að spyrja Sigmund og Bjarna Ben. (og hverju hafa fréttamenn ekki spurt svo augljósrar spurningar?): Hvað um Evrópustofu, verður henni lokað eða ekki? Og hvað um IPA-mútustyrkina, verða þeir áfram í gangi þrátt fyrir yfirlýst "hlé á viðræðum"?

  • Þegar Ísland varð illa úti í alþjóðlegu fjármálakrísunni árið 2008 leituðu margir eftir bjargvætti. Evrópusambandið var tekið í misgripum fyrir bjargvætt og umsókn um inngöngu í sambandið send af stað,“ segir Søren Søndergaard. (Mbl.is, leturbr. hér).

Situr hann í nefnd Evrópuþingsins, sem heldur utan um samskipti við Ísland, Noreg og Sviss, og segir í fréttatilkynningu á heimasíðu samtakanna

  • að efnahagserfiðleikarnir innan Evrópusambandsins og einkum á evrusvæðinu haft mikil áhrif á afstöðu fólks á Íslandi. Á meðan hagvöxtur minnki eða standi í besta falli í stað á evrusvæðinu hafi hann aukist á Íslandi. Og á meðan atvinnuleysi sé stjórnlaust í Evrópusambandinu og skapi óróa og fátækt hafi það minnkað mikið á Íslandi. Líkir hann sambandinu við farþegaskipið feiga Titanic en fyrirsögn tilkynningarinnar er: „Ísland vill ekki um borð í Titanic“. 

Okkur er enginn óleikur gerður með því að vera minnt á slík meginatriði.

JVJ. 


mbl.is „Ísland vill ekki um borð í Titanic“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvað er hagvöxtur? Er hann í einhverjum tengslum við rányrkju ef hagvöxturinn reynist meiri en sá arður sem náttúran er til að gefa af sér?

Svar óskast sem fyrst!

Guðjón Sigþór Jensson, 23.5.2013 kl. 21:22

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert bara í meira lagi ábúðarmikill í kvöld, Guðjón.

En hagvöxtur kemur ekki aðeins til af hráum náttúruauðlindum, enda er mannvit og menntun og verkþjálfun ein bezta auðlindin.

Jón Valur Jensson, 23.5.2013 kl. 21:29

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Í gamla dag var talið að borgarlegur arður væri „synd“. Kaþólska kirkjan fordæmdi lengi vel vexti af „dauðu fé“. Það sem guði var þóknanlegt var einungis sá arður sem náttúran gaf af sér í formi uppskerunnar af akrinum, kjöti, mjólk, skinnum og ull af búsmálanum og sitt hvað fleira.

Ef hagvöxturinn fer fram úr þessum náttúrulega arði, er þá verið að nema á brott meira úr náttúrunni en hún getur gefið af sér?

Þetta var einfalda og að öllum líkindum rétta hagfræði kirkjunnar á miðöldum og eg tel mjög mikið til í þessu enda er jörðin grunnuppspretta arðsins. Gildir einu hvort í fornöld, á miðöldum eða deginum í dag.

Ef menntun er einskis metin eins og mín, eftir margra ára leitun að þekkingu og reynslu, bæði í ýmsum skólum og daglegu lífi er unnt að leggja hana undir mælistiku hagvaxtarrreikninga?

Hvergi hefi eg séð slíka útreikninga og efast um að þeir séu nokkurs staðar til nema þá helst í hugum þeirra sem telja sig vita betur en flestir aðrir.

Góðar stundir í guðs friði.

Guðjón Sigþór Jensson, 23.5.2013 kl. 21:57

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekki létt verk að reikna út alla hluti, Guðjón, en þó hygg ég hagfræðinga ýmsa ekki myndu vantreysta sér til að kanna hvað menntun og mannvit gefa af sér í ýmsum þjóðhagsstærðum, og raunar blasir þetta við öllum, að framfarir hafa átt sér stað meira vegna hugvits manna en hráefna í eða á jörðu eða sjó.

Jón Valur Jensson, 23.5.2013 kl. 23:31

5 Smámynd: Snorri Hansson

Það sem formaður UKIP,sagði á Evrópuþinginu 2010

er sígilt og óendanlega skynsamlegt.

Skylduskoðun bæði andstæðinga aðildar og aðildarsinna.

http://www.youtube.com/watch?v=HeMRhzbv9dw

Snorri Hansson, 24.5.2013 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband