Hálfvelgju-tvíeykinu Bjarna og Sigmundi var um megn að gefa þjóðinni endanlegt frí frá ESB-málinu

Formlega er Össurarumsóknin ólögmæta enn í gangi. Það er blöskranlegt af nýrri ríkisstjórn. Menn setja ekki HLÉ á það, sem er GEGN STJÓRNARSKRÁ.

Þeir í Brussel líta örugglega á þetta sem SINN VARNARSIGUR, þegar illa horfði hjá þeim!

Hálfvelgju-tvíeykinu Bjarna og Sigmundi var það um megn að gefa þjóðinni endanlegt frí frá þessari óværu. Þjóðfrelsisbaráttan verður að halda áfram. Það blasir við, að það verður ekkert lát á ESB-áróðri og baráttu gegn innlimun, því að HLÉ er ekki það sama og SLIT á viðræðum.

Það á ekki að gefa næstu ríkisstjórn eftir þessa nýju refjastjórn tækifæri til að "halda umsókninni áfram", heldur á að senda Össurarumsóknina beint í ruslafötu Alþingis. Einmitt með því að gera það EKKI er verið að gefa næstu stjórn færi á "áframhaldi umsóknarinnar", í stað þess að hún yrði að byrja allt upp á nýtt. Sú nýja stjórn (2017-?) gæti þá líka borið það fyrir sig, að fyrri stjórn (Bjarna og Sigmundar) hafi EKKI hafnað ESB, heldur hafi sú stjórn aðeins sett málið í BIÐ, í "HLÉ"!

Og hvað er að hjá Mbl.is, að vera ekki komið með neina nákvæma frétt um þetta mál í dag? (kl. orðin 14.17). Eiga lesendur að trúa fréttinni frá í gærkvöldi, sem gaf í skyn, að hætt yrði við allt saman?

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband