Ísland bezt komið með viðskipti við allar þjóðir, þarfnast ekki innilokunar í ESB

Fráleitt er, að mati Önnu Sonny, að eyríkið Ísland myndi einangrast við að slíta inntökuviðræðum við Evrópusambandið. "Það er aðili að EES og EFTA og varð nýverið fyrsta Evrópuríkið til þess að undirrita fríverslunarsamning við Kína,“ eins og þessi starfandi verkefnastjóri Evrópumála hjá brezku hugveitunni Civitas bendir á í pistli á heimasíðu hugveitunnar. Sjálft er EFTA (Fríverzlunarsamband Evrópu) með hagstæða fríverzlunar- eða tollasamninga við fjöldamörg ríki heims, m.a. Kanada.

Ennfremur vekur þessi verkefnastjóri á því athygli, að Ísland hafi "sýnt fram á að það er mögulegt að velja hvort tveggja,“ þ.e. viðskipti við Evrópusambandið, án þess að ganga í það, og við önnur lönd heims.

Það má einnig gera því skóna hér, að viðskiptasamningurinn við Kína, samhliða EES-viðskiptum okkar, geti orðið leið fyrir Kína til að koma vörum sínum nær tollfrjálsum á ESB-markað, þ.e.a.s. með viðkomu hér, þar sem síðasta fullvinnslustigið ætti sér stað, t.d. að setja reimar og innlegg í skó, sem annars kæmu að mestu leyti tilbúnir frá Kína. Sama gæti átt við um margar aðrar vörur, tízkufatnað, tæknivörur, vélar, tölvur o.fl. Við yrðum hins vegar að áskilja sjálfum okkur rétt til að stýra vinnuafli (innlendu sem erlendu, þó fremur innlendu) til þeirra vinnustaða sem annast myndu síðasta fullvinnslustigið á slíkum vörum.

PS. Í skoðanakönnun á vef Útvarps Sögu, þeirri síðustu sem birt var fyrir hvítasunnu, var spurt: "Á næsta ríkisstjórn að slíta eða halda áfram viðræðum við ESB?" -- 317 svöruðu, þar af sögðu 23,15%: "Halda viðræðum áfram," en 76,85% sögðu: "Slíta viðræðum". Kannanir á þessum vef ÚS eru vitaskuld ekki marktækar um þjóðarvilja (sbr. að 19 sinnum fleiri (57%) sögðust þar styðja Flokk heimilanna heldur en sú prósenta sem kaus hann í reynd (3%)). Engu að síður gefur þessi skoðanakönnun vilja ÚS-áhangenda nokkuð skýrt til kynna.

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Mögulegt að velja hvort tveggja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Enn á að nota Kúbu-trixið

Helga Kristjánsdóttir, 20.5.2013 kl. 05:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband