Það eru engar líkur á því, að vit sé í að semja við ESB um makrílveiðar næstu árin

Steingrímur J. Sigfússon er kominn í samningabuxurnar um makrílmálið, hvetur Evrópusambandið til samninga um málið, bendir því að vísu á ákveðnar grunnstaðreyndir, sem Brusselmenn loka augum fyrir, enda þrýst á þá af Skotum og Írum, og þá er nú málefnaleikinn fokinn út í veður og vind í þessari næstmestu þrýstihópaborg veraldar; það verður ofan á, sem hæst er hrópað af þeim, sem stærstan hafa túlann og hreykja sér hæst. 

Steingrímur bendir á, að ESB ætli Íslendingum Færeyingum og Rússum að veiða svo lítið sem 10% af áætluðum veiðum, þótt hann dvelji hér 30% af líftíma sínum. Og vitaskuld étur hann upp gríðarlegt magn af átu, og það kemur niður á öðrum nytjategunum hér, jafnvel blessaðri hrefnunni í Faxaflóa.

Þvílíkur hefur hrokinn verið í Brussel í þessum málum, að ekkert hefur tekizt að semja um við þetta stórveldabandalag árum saman í makríldeilunni. 

Við eigum sjálf okkar 200 mílna fiskveiðilögsögu og ætlum ekki að afsala okkur einni einustu fermílu af rétti okkar, hvað þá mörgum tugum þúsunda tonna af fiski -- ekki einu einasta tonni sem við eigum tilkall til -- með einhverjum hrossakaupasamningi með blessun Steingríms J. Sigfússonar. Eða er útgangandi allsherjarráðherrann kannski með jókerinn í bakhendinni -- sjálfan Svavar Gestsson, sem frambærilegan "aðalsamningamann" Íslands?

Sporin hræða, og kominn er tími til fyrir Steingrím að slaka á klónni. Hans hvatningar er ekki þörf hér, okkur nægir andi þorskastríðanna, þegar við stóðum saman öflug og einörð og lutum ekki í gras fyrir mesta heimsveldinu og vígdrekum þess. Ætlast Steingrímur til, að við hræðumst hótanir þessa hlálega þrýstipúða, pappírstígrisdýrsins í Brussel? 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Hvetur ESB til samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband