15.4.2013 | 22:55
Katrín Jakobsdóttir heldur áfram að hrinda fullveldissinnum frá VG - og um ESB-andstöðu Alþýðufylkingarinnar
Þetta kom í ljós í foringjayfirheyrslu Sjónvarps í kvöld. Ágætlega ágengar spurningar fekk hún og var vandræðaleg, svo að af bar. Ljóst er, að ekta VG-fólk snýr sér að Regnboganum, ef ekki Alþýðufylkingunni. EBS-þókknun Katrínar er pínleg og loftkennt mjög í öllum hennar innantómu "rökum" - það lá við, að hún svifi í loft upp, blessunin, og hefði verið sjón að sjá.
En við verðum víst að bíða til kjördags að sjá Vinstri græna gufa upp.
Það er reyndar full ástæða til að kynna hér glerharða afstöðu eins af nýju flokkunum, klofningsbrots út úr Vinstri grænum, þ.e. Alþýðufylkingarinnar. Þar er um "fortakslausa andstöðu við ESB-aðild" að ræða, eins og einn leiðandi manna þar, Vésteinn Valgarðsson (læknis Egilssonar, og Katrínar Fjeldsted, læknis og fv. þingkonu), upplýsti um á vefsíðu sinni, og hér sést þetta skýrt:
Þegar ríkisstjórnin sótti um aðild Íslands að Evrópusambandinu var látið að því liggja að það væri sakleysisleg athugun á því hvað væri í boði í samningaviðræðum. En síðan hefur milljörðum verið eytt í aðlögun að Evrópusambandsaðildinni og mútur í formi styrkja til að afla málinu fylgis. Hvergi er hins vegar talað um að aðild að sambandinu muni kosta tugi milljarða í aðildargjald.Svo virðist sem beðið sé eftir hentugu tækifæri til að afgreiða málið þegar þjóðin hefur fengið upp í kok af áróðri og þá verði notað sem rök að svo miklu hafi verið eytt í aðildarundirbúninginn að ekki megi láta það fara til spillis. Einnig talar Samfylkingin um aðild að ESB eins og um sé að ræða lausn á gjaldmiðilsvanda.Aðild að Evrópusambandinu snýst hins vegar hvorki um gjaldmiðil eða möguleika á styrkjum. Þegar allt kemur til alls snýst hún um sjálfstæði þjóðarinnar og möguleika hennar á að taka lýðræðislegar ákvarðanir um framtíð sína. Kjarninn í regluverki ESB snýst um frjálshyggju og markaðsvæðingu. Allt skal keypt og selt á markaði sem mögulegt er. Þannig vilja auðmenn ESB komast yfir samfélagsleg gæði á Íslandi, auðlindir, vinnuafl og fyrirtæki, eins og í Grikklandi og öðrum ríkjum ESB. Það mun auka enn á ójöfnuð og torvelda okkur sem þjóð að breyta því og vinda ofan af markaðsvæðingunni.
Þetta er greinilega ekki grauturinn í skálinni hennar Katrínar Jakobsdóttur.
Jón Valur Jensson.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fullveldi og sjálfstæði Íslands, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:29 | Facebook
Athugasemdir
er ekki líka bara best að "fullveldissinnar" séu í J listanum - mér finnst það og hlakka til að sjá hvernig þeim gengur
Rafn Guðmundsson, 15.4.2013 kl. 23:18
Rafn Guðmundsson - Fullveldissinnar hafa verið að yfirgefa VG vegna ESB málsins allt kjörtímabilið og ekki bætti Kata neitt úr eða Landsfundur þeirra þegar hann samþykkti að halda ESB svikaslóðinni áfram í "til dæmis eitt ár í viðbót.
Fullveldissinnar hafa margir farið yfir á önnur framboð s.s. Framsóknarflokkinn sem hefur nokkuð hreina andstöðu við ESB aðild og hefur meðal annars innan borðs fyrrverandi VG þingmanninn Ásmund Einar Daðason formann Heimssýnar.
Framboð Regnbogans er því nokkuð seint fram komið, en gæti þó með snörpum endaspretti náð einhverjum árangri.
En þó svo það verði ekki í þetta skiptið þá er það ekkert stórtap fyrir ESB andstöðuna í landinu. Því að hún lifir góðu lífi í flestum flokkum og meðal mikils meirihluta þjóðarinnar eins og kom fram í kvöld í enn einni skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þar kom líka fram hjá Rúnari Vilhjálmssyni að aðeins ca 27% eru mjög hlynntir eða frekar hlynntir aðild og að mjög erfitt yrði að breyta þessari veiku stöðu ESB aðildarsinna sér í hag.
Gunnlaugur I., 15.4.2013 kl. 23:43
Gunnlaugur, þetta með "til dæmis eitt ár í viðbót" lítur reyndar enn verr út í reynd fyrir Katrínu en það gerði á skjánum í kvöld, því að þau töluðu á sömu lund, VG-forystan, þegar þau voru að réttlæta þetta í upphafi; VG- og Samfylkingarforingjar og skeikulir (eða brigðulir?) álitsgjafar þeirra eins og Baldur Þórhallsson létu öll eins og viðræðurnar tækju ekki langan tíma og yrði lokið á kjörtímabilinu.
Nú talar Katrín þvert um hug sér, veit það skv. Stefáni aðal"samninga"manni, að þessum viðræðum yrði ekki lokið fyrr en vorið 2015, þannig að hún lofar bara upp í ermina, að þetta stæði 1 ár, ekki tvö!
Það er ekkert að marka þetta lið, þau bæta svikum á svik ofan, og hún Katrín hefur aðeins lint brjósk í nefinu til að kljást við baksætisbílstjórann með stóra og sterka nef, sem er líklega farið að þefa uppi Brussel-ilminn eins og fleiri.
Jón Valur Jensson, 16.4.2013 kl. 00:14
... með SITT stóra og sterka nef ...
Jón Valur Jensson, 16.4.2013 kl. 00:23
Lesið þetta: Píratar: enn einn ESB-flokkurinn! - Þá er nú Regnboginn ólíkt betri.
Samtök um rannsóknir á ESB ..., 16.4.2013 kl. 03:07
100 manna starfslið í Brussel skattfrjálst er óbærileg freisting og mörg ný sendiráð þarf að opna...
Guðmundur Böðvarsson, 16.4.2013 kl. 07:26
Rétt, Guðmundur, við myndum þurfa að hafa sendiráð í öllum 28 löndunum!
En jafnvel Össur virðist vera búinn að afskrifa ESB! Svo vilja samt margir flokkar halda áfram með umboðslausu Össurar-umsóknina!!
Þeir flokkar eru: Samfylking, VG, "Björt framtíð", Flokkur heimilanna, Píratarnir, "Lýðræðisvaktin" hans ESB-Þorvaldar og Þórhildar Þorleifsdóttur, en ég veit ekki með Dögun, þarf að fletta því upp!
Allir þessir flokkar stukku á það að vilja "halda áfram viðræðunum", eltandi Össur, sem sjálfur virðist stokkinn af lestinni !!
Jón Valur Jensson, 16.4.2013 kl. 12:20
Sæll Jón Valur. Hvers vegna þyrftum við að hafa sendiráð í öllum löndunum? Minnstu núverandi aðildarríki ES hafa það ekki. Ef ég man rétt er maltneskt og lúxemborgskt sendiráð aðeins í 13 ES-ríkjum. Jafnvel Svíar hafa ekki sendiráð í öllum þessum löndum.
Birnuson, 17.4.2013 kl. 01:09
Þetta innlegg þitt, Sigurjón, gengur gegn því sem ég hef frétt.
Jón Valur Jensson, 17.4.2013 kl. 01:25
Þú ert þekktur fyrir að vilja traustar heimildir, Jón Valur, og því skil ég að þér nægi ekki mín orð ein. Þetta er hins vegar samkvæmt opinberum upplýsingum frá utanríkisráðuneyti hvers lands um sig.
Ef smellt er á nöfn viðkomandi landa hér má til að mynda sjá að Svíar hafa ekkert sendiráð á Írlandi og ekkert reglulegt sendiráð einu sinni í Belgíu (heldur einungis svonefnda representation gagnvart ES). Á þessari síðu má sjá í hvaða Evrópulöndum ekki er sænskt sendiráð.
Hér er skrá um öll sendiráð Maltverja (11 í ES-ríkjum hafi ég talið rétt) og í þessu skjali kemur fram að flestir sendiherrar Lúxemborgar gagnvart öðrum ES-ríkjum hafa aðsetur heima fyrir.
Blessi þig /B
Birnuson, 17.4.2013 kl. 02:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.