Straight from the horse's mouth: grundvallargallar í fyrirkomulagi myntsamstarfs ESB

 "Evrusvæðið er eins og hálfbyggt hús, ófullgert og á ótraustum grunni," segir Jón Baldvin Hannibalsson í ræðu sem hann flutti í Vilnius. Það var tími til kominn að fá það viðurkennt hjá ESB-málpípum – þ.m.t. þetta, að hinar ótraustu stoðir Evrusvæðisins "endurspegla grundvallargalla í fyrirkomulagi myntsamstarfsins." Hvað segir nú lærisveinninn Össur, já og amen? Og vill hann þetta með "meistaranum":
  • Jón Baldvin Hannibalsson.Telur Jón Baldvin að aðgerðir til handa evrusvæðinu að undanförnu gangi of skammt og séu að óbreyttu dæmdar til að mistakast. Stuðla þurfi að frekari samruna og samhæfingu efnahagskerfanna. (MBl.is.)

Þetta er það, sem fullveldissinnaðir andstæðingar Evrópusambands-innlimunar hafa bent á: að þessi ríkjasamsteypa hefur í sér innbyggða hvöt til enn meiri samruna, samhæfingar og valdþjöppunar í ESB-veldinu sjálfu, og það gerist ekki nema með því að skerða fullveldi meðlimaríkjanna enn meira.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Stoðir evrusvæðisins ótraustar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Já það er fáheyrt að íslenskir ESB og evru sinnar viðurkenni hroðalega missmíði evrunnar. Yfirleitt neita þeir algerlega að viðurkenna neitt slíkt því að þetta stjórn sýsluapparat er í þeirra augum algerlega fullkomið.

Þó svo að það sé algengt að evrópskir ESB sinnar viðurkenni þetta og tali um það.

En samt er alltaf sérlega merkilegt að heyra útskýringar þeirra Evrópsku á hvað sé til bóta og þar munstrar JBJ sig alveg inn.

Jú þeir geta náttúrulega seint eða aldrei viðurkennt að sjálfur grundvöllur þessa mynntkerfis og myntar hennar evrunnar sé einfaldlega rangur og að þetta gangi einfaldlega ekki upp, nema með stórskaða fyrir stóran hluta evru svæðisins.

Tillögur þeirra um úrbætur og lækningar eru því alltaf þær sömu:

1. Meira af því sama - enn meira Evrópusamband og enn frekari miðstýringu til Kommísara ráðanna.

2. ESB bankinn fái aukin völd nánast alræðisvöld án afskipta einstakra ríkja.

3. Minnka þurfi lýðræðið sem þvælist bara fyrir og taka þurfi enn frekari skref að Sambandsríki stór Evrópu undir styrkri miðstýrðri stjórn Evrópusovét sambandsins.

Nákvæmlega svona fór með Sovétríkin gömlu, þegar áætlunarbúskapurinn gekk ekki eftir og 5 ára áætlanirnar fóru út um þúfur ein af annarri. Þá var sífellt hrópað á meiri miðstýringu, meiri áætlunarbúskap, völdunum sífellt meira þjappað saman. Þetta átti enn frekar að þétta í götin og gera Sovét kommúnismann óskeikulann og stjórnkerfið fullkomið.

Hér er á ferðinni nákvæmlega sama syndromið þó í öðrum umbúðum sé!

Gunnlaugur I., 13.4.2013 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband