Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna komið niður í 14%!

Þetta er að verðleikum. En samt eru þessir tveir flokkar enn nógu borubrattir til að telja sig hafa leyfi til að halda áfram umsókn um innlagningu Lýðveldisins Íslands inn í stórveldi! Þeir hafa eytt á 2. milljarð í þetta óþurftarmál og ekkert hikað við framhaldið þrátt fyrir afar fjandsamlega framkomu Evrópusambandsins við okkur í Icesave-málinu og síðan einnig í makrílmálinu!

Þessi skoðanakönnun var birt í dag, framkvæmd af Bylgjunni og Reykjavík síðdegis. Þátttakan var afar mikil, 17.728 manns. Athyglisvert er þar líka, að stundarhrifning ýmissa yfir "Bjartri framtíð" er að gufa upp, fylgið komið niður í 5%.

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

sjálfssagt rétt með fylgið en auðvitað hafa þeir leyfi til að halda þessum viðræðum áfram. ekkert eðlilegra.

Rafn Guðmundsson, 9.4.2013 kl. 01:00

2 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Ekkert eðlilegra? Þvílíkur Hroki og Ósvífni! Þetta Quislingahyski mun fá sinn dóm í sögunni...

Guðmundur Böðvarsson, 9.4.2013 kl. 09:59

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir með þér, Guðmundur Böðvarsson. Þingsályktunartillagan og meðferð hennar (Össurarumsóknin) var stjórnarskrárandstæð og brot gegn landráðalögum og er að mínu mati efni í landsdóm. Tillagan var þvert gegn þeim eindregna vilja þjóðarinnar að standa utan þessa Evrópusambands, sem sýnt hefur sig í ÖLLUM skoðanakönnunum frá því að sótt var um upptöku í þann miður geðslega selskap, og ekkert umboð kjósenda var á bak við hinn nauma meirihluta þingmanna, sem samþykkti þetta, heldur var þar verið að kúga vissa þingmenn til hlýðni -- enn eitt stjórnarskrárbrotið (gegn 48. greininni).

Sem betur fer hefur fylgið hrunið af þessu svikula liði, komið niður í 14 til 15,1% skv. tveimur nýjustu könnunum (Bylgjunnar og MMR respective), þ.e. samtals hjá Samfylkingu og taglhnýtingum hennar, Vinstri grænum. Þjóðin verður aldrei nörruð endalaust.

Jón Valur Jensson, 9.4.2013 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband