23.3.2013 | 13:39
Erkibiskup Kýpurbúa: Burt af evrusvæðinu!
Erkibiskup orþódoxu kirkjunnar á Kýpur er þar mjög áhrifamikill; margir muna Makarios, sem var forseti Kýpur á erfiðum tíma 196077.* Nú segir eftirmaður hans, að evran eigi sér ekki framtíð og yfirgefa verði evrusvæðið. Sá er Chrysostomos II erkibiskup.
- Chrysostomos II erkibiskup segir í viðtalinu að það sé ekki auðveld ákvörðun að yfirgefa evruna en hana eigi að taka þar sem evran eigi sér ekki framtíð. Erkibiskupinn hefur boðist til þess að aðstoða Kýpur út úr fjárhagsvandanum með því að afhenda ríkinu eignir kirkjunnar en þær eru miklar.
- Hann segist hins vegar ekki spá falli evrunnar á morgun en miðað við heilastarfsemi þeirra í Brussel sé ljóst að samstarfið eigi ekki eftir að endast lengi. Því sé best að byrja að huga að brotthvarfi Kýpur úr samstarfinu. (Mbl.is.)
Orð þessa manns eru ekki léttvæg, og reiðubúinn er hann að vinna að björgun lands síns með afar miklu framlagi hinnar auðugu rétttrúnaðarkirkju þar. "Rétttrúnaðarkirkjan er stærsti landeigandinn á Kýpur og á einnig hlut í fjölmörgum fyrirtækjum, þar á meðal Hellenska bankanum. Er talið að eignir kirkjunnar nemi tugum milljóna evra." (Mbl.is.)
Bitur er reynsla Kýpurbúa af "evrusamstarfinu". Jón Bjarnason, fv. ráðherra, sem Esb-þjónar Samfylkingar og VG-forystunnar flæmdu burt úr ríkisstjórn Íslands, á grein um þessi risavandamál Kýpurbúa í Morgunblaðinu í dag: Hrunið á Kýpur og evran. Einnig er fróðlegur leiðari um Kýpurmálið í Mbl. í fyrradag, Öðrum viðvörun, og sést þar vel "virðing" ESB fyrir sjálfstæði Kýpur.
Þá ritar Styrmir Gunnarsson einnig:
Hvernig ætli standi á því að lýðveldið á Kýpur er að hruni komið efnahagslega? Kýpur er á evrusvæðinu. Gjaldmiðill Kýpur er evran. Seðlabanki Evrópu er lánveitandi til þrautavara en ekki Seðlabanki Kýpur. Hvernig getur þá staðið á því að bankakerfið á Kýpur er í raun hrunið og efnahagur landsins á sömu leið?
Ástæðan fyrir því að svona er spurt er einföld. Haustið 2008 héldu talsmenn Samfylkingarinnar og reyndar margir sérfræðingar því fram, að ef Ísland hefði verið í Evrópusambandinu, við hefðum tekið upp evru og Seðlabanki Evrópu þar með lánveitandi til þrautavara, hefði ekkert hrun orðið á Íslandi. Hvers vegna hefur þá orðið hrun á Kýpur?
Í lýðveldinu Kýpur búa um 1100 þúsund manns. Hér búa um 320 þúsund manns. Þar var bankakerfi landsins orðið átta sinnum stærra en efnahagskerfi landsins. Hér var bankakerfið orðið tíu sinnum stærra.
Kýpur er skýrt og lifandi dæmi um það þessa dagana að það stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi þeirra Samfylkingarmanna og annarra sérfræðinga, sem héldu því fram, að hér hefði ekkert hrun orðið ef Ísland hefði verið búið að taka upp evru.
Kýpur var búið að taka upp evru. Á Kýpur hefur orðið efnahagslegt hrun.
Hvernig ætli forráðamenn Samfylkingarinnar útskýri þessa stöðu nú?
Hinn vinsæli Makarios III erkibiskup.
* Hann var erkibiskup þar 1950dd. 3. ágúst 1977 (f. 1913).
Vill að Kýpur yfirgefi evru-svæðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:21 | Facebook
Athugasemdir
Frábært, einhver þarf að þora að stíga fyrsta skrefið og það verður ekki Frakkland og það verður ekki Þýskaland.
Það þarf meiri hetjur til og ef Rétttrúnaðarkirkjan getur og vill, þá get ég trúlítil borið virðingu fyrir því. Ef svo verður að Kýpur yfirgefi Evruna, þá eiga aðrir möguleika til frelsis.
Hrólfur Þ Hraundal, 23.3.2013 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.