Taugaveiklun Samfylkingar brýzt út vegna útilokunar ESB-inntöku

Greinilega álítur Magnús Orri Schram "frjálslyndi" í því fólgið að vera "líbó" gagnvart því að afsala æðsta fullveldi þjóðarinnar til stórveldis, gegn vilja hennar, og halda opnum dyrum fyrir stjórnarsamstarf við ESB-maníska Samfylkinguna eftir næstu kosningar.

Þetta er ný skilgreining á "frjálslyndi", og í líkum dúr hugsar ritstjóri ESB-Fréttablaðsins um víðsýni annars vegar og það sem hann hins vegar brennimerkir sem ofstæki og þröngsýni hjá Sjálfstæðisflokknum í ESB-málum (í leiðara í gær). Ólafi Stephensen finnst líka eðlilegt að hin rangnefnda "Evrópustofa" fái, eins og Þorvaldur Gylfason kallar það, að "miðla fróðleik" fyrir 230 milljónir króna til að hafa áhrif á afstöðu Íslendinga.

En það er vitaskuld ekkert frjálslyntvíðsýnt við að fyrirgera sjálfstæði þjóðarinnar, yfirráðum hennar og stjórn yfir sjávarauðlindum sínum, sem og stjórn orkumála.

Þingmaðurinn Magnús Orri missti hér hlálega marks eftir að hafa upplifað sinn versta helgarbömmer hingað til, þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti, að hætta beri viðræðum við Evrópusambandið. Samfylkingarmenn eru ekki öfundsverðir af sinni taugaveiklun.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ekki kostur fyrir frjálslynt fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband