Lýðræðisvaktin hallar sér að Evrópusambandinu!

Í ljós er komið að Lýðræðisvaktin "stjórnlagaráðsmanna" (3ja eða fleiri af 25) er enn eitt framboðið sem hallt er undir Evrópusambandið, enda með Þorvald Gylfason ESB-mann o.fl. slíka innanborðs.*

"Íslands ógæfu / verður allt að vopni", ef þessi tilraun og Guðmundarframboð Steingrímssonar og Róberts Marshall (sem báðir eru eindregnir evrókratar) fá einhvern framgang í kosningunum.

Árásargjarnt ESB (sbr. makríl og Icesave og ásókn í landið) ætlar áfram að reynast hinn versti klofningsvaldur í samfélaginu, truflar okkur frá einbeittri lausn skuldavanda fólks og að bjóða upp á ný atvinnu- og framkvæmdaúrræði í stað athafnaleysis stjórnvalda í atvinnumálum.

* Sjá nánar hér: Enn eitt ESB-framboðið - "stjórnlagaráðsmanna"!

Jón Valur Jensson.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband