Föðurlandssvik: Umboðslaus aðlögun að ESB og upptaka evrunnar

ska_776_rmavbild_2013-02-04_kl_13_12_31.pngÁ fréttavef Evrópuvaktarinnar er vitnað í staðreyndablað 17.kafla um peninga- og efnahagsmál, þar sem samningsafstöðu Íslands er líkt á eftirfarandi hátt:

"Við aðild mun Ísland hafa lokið við innleiðingu á öllu regluverki ESB, fram til þess dags, sem ekki hefur verið innleitt, að teknu tilliti til niðurstöðu samningaviðræðna í þessum kafla.

Ísland mun taka þátt í Efnahags- og myntbandalaginu og hyggst uppfylla allar viðmiðanir varðandi samleitni og taka upp evruna eins skjótt og aðstæður leyfa."

Hérna kemur fram svart á hvítu, sem andstæðingar ESB-ferlisins hafa sagt allan tímann, að Samfylkingin/VG eru meðvitað að ljúga að þjóðinni, að samningaviðræður séu í gangi. Ríkisstjórnin – bæði VG og Samfylkingin – eru að INNLEIÐA ALLT REGLUVERK ESB á Íslandi. Þjóðinni er sagt að bíða og vonast eftir "samningum" og á meðan er komið aftan að fólki, stórnskipun breytt og fullveldið vélað af þjóðinni.

Hvenær hefur Alþingi/þjóðin veitt ríkisstjórninni umboð til að innleiða hér allt regluverk ESB?

Hvenær hefur Alþingi/þjóðin veitt ríkisstjórninni umboð til að ganga í Efnahags- og myntbandalagið?

Hvenær hefur Alþingi/þjóðin heimilað ríkisstjórninni að sækja um að taka upp evruna?!

Hvenær hefur forsetinn verið spurður um þann samning, að Ísland innleiði allt regluverk ESB á Ísland, gangi með í myntbandalagið og taki upp evruna?

Ekki að undra að gáfvitarnir í Stjórnlagaráði leggja til að ríkisráð verði lagt niður. Þessi pappír sýnir svik ríkisstjórnarinnar við Ísland og Íslendinga. Ríkisstjórnin á engar föðurlandstilfinningar eftir og reynir að breyta landsmönnum og auðlindum Íslands í söluvöru fyrir eigin persónulegan ávinning./GS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband