Æfur Barroso líkir þingkonu við Talíbana fyrir að biðja rannsóknarnefnd ESB um gögn

barrosoJosé Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar ESB brást ókvæða við beiðni Inge Grässle þingkonu Kristilegra Demokrata nýlega um gögn frá rannsóknardeild ESB Olof sem sýna hvað fram fór á milli Barroso og fyrrum heilsuráðherra ESB John Dalli.

Dalli sagði af sér embætti eftir að upp komst, að fyrrum kosningastjóri hans reyndi að hafa 60 miljónir evra af Swedish Match til að múta Dalli svo framleiðsluákvæði um sænskt snús yrði ekki breytt. Dalli er ákærður fyrir mútubrot en segir, að allt sé misskilningur og honum hafi verið sparkað úr framkvæmdastjórninni. Íhugar hann málaferli gegn framkvæmdastjórninni. Framkvæmdastjórn ESB segir, að Dalli hafi hætt "af pólitískum ástæðum."

Barroso missti stjórn á sér á fundi þ. 15. jan. s.l. og sagði að spurningar þýzku þingkonunnar Inge Grässle jöfnuðust á við rógburð, þegar hún krafðist upplýsinga um hvað í raun og veru átti sér stað. Barroso vildi ekki fyrirskipa rannsóknardeildinni að láta frá sér gögnin og líkti þingkonunni við fundamentalistískan Talíbana að biðja um slíkt.

Sjá grein í þýzka Bild 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Svona er þetta það má ekkert ransaka um ESB þá verða þessir ókjörnu herrar albrjálaðir. Þetta er ekkert nýt, daglegur viðburður í henni Brussel.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 30.1.2013 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband