23.1.2013 | 19:54
Unnur Brá Konráðsdóttir: Ísland já takk - ESB nei takk
Ísland er nú í aðildarferli að ESB vegna umsóknar Samfylkingar og VG. Í vor verður kosið til Alþingis. Í þeirri kosningabaráttu munu Evrópumálin og afstaða flokkanna og frambjóðenda til aðildarumsóknarinnar verða í brennidepli. Ég er algerlega sannfærð um að hagsmunum Íslands er betur borgið utan sambandsins en innan og vil halda áfram að vinna að því markmiði að tryggja áfram sterkt Ísland utan ESB.
Allar þær skoðanakannanir sem gerðar hafa verið frá því í byrjun ágúst 2009 segja okkur að mikill meirihluti landsmanna er andvígur inngöngu Íslands í ESB. Niðurstöður skoðanakönnunar sem Capasent Gallup gerði fyrir Heimssýn í október sl. eru þær að 57,6 prósent þjóðarinnar er andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu, hlynntir aðild eru 27,3 prósent og hlutlausir eru 15 prósent. Það er því einsýnt að meirihluti landsmanna hefur ekki áhuga á því að ganga í ESB.
Suðurland státar af öflugum landbúnaði og eigum við mikil sóknarfæri í þessari mikilvægu atvinnugrein. Ljóst er að hart verður sótt að íslenskum landbúnaði ef af aðild verður, það sýnir reynsla annarra þjóða. Bændur munu því skipa sér í fylkingarbrjóst þeirrar baráttu sem framundan er. Fullyrðingar um undanþágur frá regluverki ESB breyta ekki skoðun minni enda ljóst að allir aðlögunarsamningar í sögu ESB hafa allir verið tímabundnir. Hinir margumræddu norðurslóðastyrkir til landbúnaðar sem m.a. eru til staðar í Finnlandi eru greiddir úr ríkissjóði Finnlands en ekki af ESB og ekki er ljóst hversu lengi þeir verða leyfðir. Slíkir styrkir eru til þrátt fyrir ESB, ekki vegna ESB.
Ég hef á kjörtímabilinu lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að aðildarumsóknin verði dregin til baka. Ég óska eftir þínum stuðningi til þess að halda áfram að vinna að því markmiði að tryggja áfram sterkt Ísland utan ESB og sækist eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í prófkjöri flokksins sem fram fer 26. janúar n.k.
Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
- Eftirmáli. Yfirgangur stjórnarþingmanna í ESB-máli sést m.a. af bolabrögðum þeirra í utanríkismálanefnd með brottrekstri Jón Bjarnasonar, sem nú skilur við þingflokk VG.
- En okkur er heiður að því að fá að birta hér grein eins traustasta fullveldissinnans á Alþingi, Unnar Brár. Nýbirt er hún í Sunnlenzka fréttablaðinu og er endurbirt hér með leyfi Unnar og hennar mynd. Það er sannarlega mikilvægt að sjálfstæðissinni sem þessi fái traust umboð til næsta þings. JVJ.
Kornin sem fylltu mælinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Ég sagði mig úr VG 2010 eftir að skýrslan um að "hrægammasjóðir" hefðu fengið "leyfi" okkar, eða fjármálaráðherra okkar (SJS) um að gleypa heimilin! Það get ég ekki sætt mig við sem íslendingur.
Einnig höfðu VG lofað að kvótakerfinu yrðu breytt í gær!
LALALALA....
Ég vil ljúka viðræðum við ESB og að við (þjóðin) fáum að kjósa...ólíkt Jóni!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.1.2013 kl. 20:07
nákvæmlega, maður er eiginlega hissa yfir hversu lengi hann vissi og gerði ekkert. Jóni er sama um islendinga eins og Steingrími, annars hefðu þeir ekki samþykkt hrægammasjóðsskyrsluna 2010.
Hitt er skrytið að Jón þykist enn vera "þjóðlegur" í stríði sínu gegn Evrópu!
Er Ísland Jóns í Kína?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.1.2013 kl. 20:13
ESB nei....Unnur Brá nei takk en ég stið Sjálfstæðisflokkinn í Suður Kjördæmi......
Vilhjálmur Stefánsson, 23.1.2013 kl. 21:02
Stórundarleg, þverstæðufull afstaða hjá þér, Vilhjálmur. Unnur Brá er sennilega albezti fulltrúi ESB-innlimunarandstæðra sjálfstæðismanna.
Og hvað ertu að hnýta í Jón Bjarnason með undarlegum yfirlýsingum, Anna? Takk að öðru leyti, fyrir utan viðræðu-meinlokuna!
Jón Valur Jensson, 23.1.2013 kl. 22:35
Absalútt sammála þér Unnur Brá.
Baldur Fjölnisson, 23.1.2013 kl. 22:45
Það á að henda umsókninni til hliðar eins og skot. Stjórnvöld hafa engan hvata til að taka á málum innanlands svo lengi sem umsóknin er í gangi. Evrópusambandið horfir nú fram á stórvægilegar breytingar og skynsamlegast er að sjá hvaða breytingar verða svo hægt sé að mynda sér ,,nýjar skoðanir." Burt með umsóknina, í bili allavega, og einblínum á tiltekt innanlands.
Flowell (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 02:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.