Lýðræðishjal ESB-sinnanna er innistæðulaust, sem og talið um "samninga við ESB"

"Þegar þeir sem komu í veg fyrir að þjóðin yrði spurð hvort stjórnvöld ættu að sækja um aðild að ESB láta eins og þeir séu sérstakir talsmenn lýðræðis beita þeir innihaldslausri orðræðu en ekki rökum," segir Sigm. Davíð Gunnlaugsson.*

Í Kryddsíld dagsins tóku bæði Jóhanna og Steingrímur afstöðu gegn því að leyfa þjóðinni að kjósa um það bráðlega að hætta viðræðunum um "ESB-aðild". Í bak og fyrir vilja þau ekki, að þjóðin hafi neitt um þetta mál að segja, fyrr en Evrópusambandið verður búið að dreifa hér áróðri fyrir hundruð milljóna króna og mútustyrkjum þar á ofan.

Svo er það nákvæmlega rétt, sem Sigmundur Davíð sagði um svokallaðar "samningaviðræður" við ESB í Kryddsíldinni. Í áramótahugleiðingu sinni orðar hann þetta harla skýrt:

  • Hér á landi hefur í nokkur ár staðið einstök og oft á tíðum furðuleg umræða um Evrópusambandið. Fáir hafa þó beitt sér fyrir aðild að ESB. Í stað þess er spurt: „Er ekki skynsamlegast að klára samningaviðræður og taka afstöðu til samningsins þegar hann liggur fyrir, gefa þjóðinni lýðræðislegt tækifæri til að taka upplýsta afstöðu, á þjóðin ekki rétt á því?“ Þetta fellur allt vel að orðræðunni, hakað er við öll helstu stikkorðin; þjóðin, tækifæri, réttur, lýðræði, upplýst, viðræður, samningur.
  • Málflutningur þessi byggist hins vegar ekki á innhaldi eða rökum. Jafnvel Evrópusambandið sjálft hefur reynt að útskýra málið. Leiðarvísir ESB varar við því að talað sé um samningaviðræður** enda gefi það til kynna að verið sé að semja um eitthvað. Raunin sé að viðræðurnar snúist um það með hvaða hætti umsóknarríkið ætli að laga sig að reglum ESB. Þetta hefur síðan verið áréttað með bréfaskriftum.
  • Hver er raunveruleikinn? Stjórnvöld sem sækja um aðild að ESB lýsa með því yfir vilja til að ganga í sambandið. Viðræðurnar fjalla svo um það með hvaða hætti kröfur ESB um aðlögun verði uppfylltar. Umræða um könnunarviðræður til að sjá hvað er í boði svo hægt sé að taka „upplýsta afstöðu“ eru móðgun að mati ESB.*

* Í áramótahugleiðingu hans, Lýðræði taki við af „orðræði“, Mbl. 31. des. 2012.

** Sjá nánar hér, þar sem texti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um þetta er birtur á íslenzku og ensku: "Aðildarviðræður" - straight from the horse's mouth (ESB).

Samtök um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland þakka lesendum sínum og bloggvinum árið sem er að líða og óska landsmönnum öllum farsældar og óskerts fullveldis á komandi árum.

JVJ. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband