Ekki bjargar evran Spáni

Hrikalega er komið fyrir Spáni, eins og Elvira Pinedo lýsti í Silfri Egils. Almennt atvinnuleysi þar er nú 26,2%*. 6.480 milljarða kr. var Spánn að biðja um og fá samþykki fyrir hjá ESB (39,5 ma. evra), en allt fer það fé til nokkurra banka, ekki alþýðunnar.

* Í okt. sl. (Fréttabl. í dag, s. 4). Atvinnuleysi í Evrópusambandinu var þá 10,7%, þ.e. 26 milljónir manna, þar af 19 milljónir á evrusvæðinu margrómaða, þar sem er 11,7% atvinnuleysi. Yfir 50% ungs fólks á Spáni er atvinnulaust. Svo halda menn eins og t.d. Sighvatur Björgvinsson á Bylgjunni í dag) áfram að mæla með evrunni sem "stöðugleika"-björgunarúrræði fyrir Íslendinga!

JVJ.


mbl.is Spánn óskar eftir aðstoð frá ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband