Mario Monti, rétt eins og Angela Merkel, talar í fullri alvöru um möguleikann á úrsögn Breta úr ESB

Monti sagði að það væri ... afar leiðigjarnt þegar Bretar færu fram á, "sem skilyrði fyrir því að vera áfram um borð í þessu mikla evrópska skipi, ákveðnar undanþágur, tiltekin frávik sem gætu orðið til þess að göt kæmu á skipið, það sigldi ekki eins vel eða hreinlega sykki." (Af fréttavef brezka dagblaðsins Daily Telegraph og hér á Mbl.is.)

Monto vill halda Bretum í Evrópusambandinu: "Það er vandamál varðandi Bretland. Ég er einn þeirra sem eru þeirrar skoðunar að við þurfum að halda Bretum áfram í Evrópusambandinu," segir hann.

Greinilega eru raddir um allt annað:

  • Monti sagði að sumir í ESB teldu að þeir hefðu minni áhyggjur ef Bretland segði skilið við sambandið. „Ég held að sumir í Frakklandi séu þeirrar skoðunar. Ég er sannfærður um að við verðum að komast að málamiðlun við Bretana." (Mbl.is).

Svo alvarleg er staðan, að "hann [sagðist] hafa sagt við David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, fyrr í þessum mánuði þegar þeir hefðu hitzt að hann yrði að koma afstöðu Breta til ESB á hreint. Spyrja yrði brezka kjósendur hreint út hvort þeir vildu vera áfram í ESB." Hér má minnast þess, að í nýbritri skoðanakönnun brezkri reyndust 65% vilja "slíta naflastrenginn við Brussel," eins og Hallur Hallsson blaðamaður, formaður nýstofnaðs Þjóðráðs, orðar það í góðri grein í Morgunblaðinu sl. fimmtudag: Samsæri gegn fullveldi Íslands.

Auk ummæla Montis, forsætisráðherra Ítalíu, hefur Angela Merkel nýlega sagt að "Bretland gæti einangrazt ef það segði skilið við ESB," -- talar sem sé í fullri alvöru um þann möguleika og lætur kannski skína í vissa hótun um leið.

Ekki blæs nú byrlega fyrir allri "samvinnunni" og "samstarfinu", sem átti að einkenna þetta ríkjasamband. Samt halda íslenzkir innlimunarsinnar áfram eins og ekkert hafi í skorizt og bjóða til sín Göran Persson til ræðuhalda til að halda að okkur einföldum, kólnuðum lummum til stuðnings þessu bandalagi gamalla nýlenduríkja.

En þið tókuð eftir byrjuninni hér: Það er ekki vel séð í þessari meintu paradís, að ríki séu að óska eftir undanþágum frá lögum og reglum ESB. Þar eiga að gilda sömu lög um öll meðlimaríkin, enda eru undanþágurnar bara tímabundnar rétt eins og styrkirnir sem notaðir eru til að lokka heilu þjóðirnar inn.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Bretar kjósi um veruna í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Erum við kannski hugsanlega að horfa á ESB byrja að líða undir lok, það er orðin ansi bágborin staða fyrir almenning að búa innan þessa sambandsríkis sem virðist hafa þá stefnu að setja alla í fátækt og örbyrgð og ekki eru bjartari tímar framundan þar fyrir fólkið þar sem áframhaldandi niðurskurður er boðaður í allar áttir...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.11.2012 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband