Járn í járn í VG

Ef Ögmundi Jónassyni verður misdægurt á næsta kjörtímabili, mun Rósa Björk Brynjólfsdóttir "alþjóðasinni" (les: ESB-sinni), kona Kristjáns Guys Burgess ESB-sinna, taka þingsæti hans. Svo naumt er bilið milli fullveldistryggðar og þeirra sem vilja afsal æðsta fullveldis í löggjafarmálum o.fl. málum í þeim flokki.

Jafnvel Ögmundur ber reyndar ekki alhreinan skjöld í þessum fullveldismálum. Hitt hefur hann gert: að verja landið gegn jarðeigna-ásælni Kínverja, studdur af þeim 2. tölulið 72. greinar stjórnarskrárinnar, sem Samfykingin vill feigan og viðhlæjendur hennar í "stjórnlagaráði" köstuðu á glæ, þegar þeir settu saman nýja og verri smíð.

  • Í Reykjavík kaus 1.101 félagi í VG í forvali flokksins í mars árið 2009. Í forvalinu sem haldið var nú um helgina greiddu aðeins 639 manns atkvæði. Þetta er fækkun um 462 manns eða 42%. Í Suðvesturkjördæmi var það sama uppi á teningnum. Þar tóku 769 manns þátt í forvali árið 2009 en 487 manns nú. Það er fækkun um 282 manns eða um 37%. (Mbl.is)

Þó er þetta ekki eins mikil fækkun og hjá grasrótinni, því að fylgi VG hefur helmingazt frá kosningunum 2009. Svo fer þeim sem svíkja sína huldumey.

Jón Valur Jensson.


mbl.is VG lítur í eigin barm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í stórmerkri Morgunblaðsgrein í dag (ESB-flokkur í kreppu) getur Bjarni Harðarson, fv. alþm., meðal annars um grundvallandi og afdrifarík svik Ögmundar í ESB-málinu "með launmálum við Össur Skarphéðinsson".

Jón Valur Jensson, 29.11.2012 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband