Vertu eins harður við ESB og Thatcher!

maggie_2353616b

Orðin eru borgarstjóra Lundúnarborgar, Boris Johnsson og hann beinir þeim til forsætisráðherra Bretlands, David Cameron.

Ástæðan eru kröfur hinna ómettandi í Brussel, sem sífellt vilja hækka fjárlög aðildarríkja Evrópusambandsins og heimta þar að auki aukið fé í ofanálag til ársins í ár og næsta ár, af því að þeir hafa farið fram úr fjárlögum.

"Forsætisráðherrann ætti að geta stöðvað allt samkomulag um meiri eyðslu Brussel jafnvel fram yfir dagsetningu samkomulags næsta árs" segir borgarstjóri London.

Orð Boris Johnson auka pressuna enn frekar á forsætisráðherra Breta við fjárlagaumræður ESB, sem hefjast í Brussel á fimmtudag.

Cameron er sagður vilja frysta upphæð fjárlaga ESB fyrir 2014-2020 en margir íhaldsmenn telja, að það dugi ekki heldur verði að skera niður fjárlög ESB, sem aftur á móti ýmsir ráðherrar segja að sé ómögulegt.

"Það er kominn tími fyrir David Cameron að setja á sig ljósa hárkollu og dúvubláa drekt, sveifla handtöskunni fyrir ofan höfuðið og skella henni á borðið með orðunum: 'No, non, nein'" sagði Boris Johnson.

Bretar eru orðnir afar þreyttir á ESB og búrókrötunum í Brussel. Meirihluti þeirra vill yfirgefa sökkvandi skútu Evrópusambandsins.

Virðist sem allt, sem frú Thatcher sá að mundi gerast, hafi gerst og gott betur.  

 


mbl.is Meirihluti Breta vill úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband