Mörg evruríkin stöðvast í dag

Verkalýðsfélög í ýmsum evruríkjum, Spáni, Portúgal, Grikklandi og Ítalíu boða til allsherjarverkfalla í dag.

Allir helstu fjölmiðlar heims greina frá þessu.

Hér eru slóðir á greinar hjá EurActiv, BBC, WSJ, Reuters

Hér er slóð á auglýsingamynd frá spænskum verkalýðssamtökum.


Þrátt fyrir að forsætisráðherra Spánar þykist tímabundið vera að reyna stöðva 500 daglegar afhýsingar spánskra fjölskyldna úr húsnæði sínu, þá eru fjármálaöflin og bankarnir með fallöxina á almenningi.

Nákvæmlega sama sagan og á Íslandi nema í mörgum sinnum stærri og hrikalegri stíl.

ave_angela.jpgTónninn við heimsókn Angelu Merkel til Portúgal 12. nóv. er mjög harður.

Eftir opið bréf 100 listamanna til Merkel, þar sem hún var útlýst persona non grata í Portúgal, þá birtir blaðið I Informacao forsíðumynd af Angelu í dag þar sem hún er að breytast í svín.

Ein kveðjan til hennar er:

"Hail Angela, þeir sem munu deyja hylla þig."

Þetta var kveðja þrælabardagamanna í Rómarríki áður en bardagar hófust á leikvanginum að viðstöddum keisaranum.

 


mbl.is Víðtækar vinnustöðvanir í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Draumalandið Evrópusamband er að breytast í animal farm.... eða þannig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2012 kl. 12:39

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Það er ekki fallegt að horfa upp á, hvernig er farið með fólk. Atvinnuleysi, húsnæðisleysi og margir, sem ekki hafa efni einu sinni á mat. Góð lýsing hjá þér Ásthildur með drauminn, sem breyttist í animal farm...fólk þarf að breyta þessu til baka.

Gústaf Adolf Skúlason, 14.11.2012 kl. 13:24

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo sannarlega Gústaf, við þurfum að berja í brestina og taka höndum saman um að verja sjálfstæði okkar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2012 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband