Sjálfsmorð Amaia Egana stöðvar yfir 500 daglegar afhýsingar á Spáni

vrakningar2Að evrukreppan krefur líf í suður Evrópu þykir kannski ekki fréttnæmt lengur. En líf Amaia Egana í Bilbao á Spáni stöðvar alla vega tímabundið um 500 daglegar afhýsingar skuldara á Spáni, sem ekki geta borgað íbúðarlánin sín.

Á föstudaginn átti að reka Amaia Egana úr íbúð sinni en hún hafði ekki borgað af íbúðarláninu í einhvern tíma. Bankinn lýsti hana gjaldþrota og þegar fulltrúar yfirvalda komu til að láta fara fram nauðungaruppboð á íbúðinni valdi hin 53 ára gamla Amaia Egana að binda endi á líf sitt með því að hoppa út um gluggann á fjórðu hæð. Amaia skilur eftir sig 21 árs gamla dóttur. 26. október hoppaði jafngamall maður út um glugga íbúðar sinnar í Burjassot, þegar hann frétti, að bera ætti hann út úr íbúðinni. Hann lifði af fallið. Daginn áður fannst jafnaldri hans látinn á heimili sínu í Granade eftir að honum barst tilkynning um nauðungaruppboð á íbúðinni.

Spánn fylgir sama sjálfsmorðsmunstri og Ítalía og Grikkland í kjölfar evrukreppunnar með 22 % aukningu í tíðni sjálfsmorðstilrauna 2011. Í Grikklandi jukust sjálfsmorð með 40% fyrri árshluta 2010. Á Ítalíu hefur sjálfsmorðstíðnin aukist með 52% frá 2005 til 2010.

Öll sjálfsmorð fá þó ekki sömu afleiðingar og sjálfsmorð Amaia Egana á Spáni. Þúsundir manna hafa brugðist við harmleiknum og farið í mótmæli gegn aðgerðum banka og yfirvalda, sem neyða Spánverja að yfirgefa heimili sín. Bankaútibú voru máluð með orðunum "morðingjar" og "kapítalistar." Þessi mótmæli hafa borið árangur.

Forsætisráðherrann Mariano Rajoy segir að núverandi lög leiði til "ómanneskjulegra aðstæðna" og vill stöðva tímabundið nauðungaruppboð og afhýsingu fólks. Sósíalistaflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, er á sömu línu.

Frá upphafi kreppunnar fyrir fimm árum síðan hafa yfir 400 000 spánskar fjölskyldur misst heimili sín. Atvinnuleysið er yfir 25% á Spáni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr líf þessa einstaklinga var ekki til einskins núna er komin tími almenra borgara að stöðva viðbjóðin í kerfinu þar sem fáir sytja á gríðalegum upphæðum og eta gull!

Sigurður Haraldsson, 13.11.2012 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband