Evrópuþingmaðurinn Cecilia Wikström fær morðhótanir eftir að hafa gagnrýnt Tonio Borg sem nýjan heilsuráðherra ESB

mordhot1.jpgCecilia Wikström Evrópuþingmaður sænska Alþýðuflokksins skrifaði grein 12. nóv. í Aftonbladet, þar sem hún gagnrýndi harðlega val Möltu á Tonio Borg sem nýjum heilsuráðherra ESB eftir John Dalli, sem varð að fara úr embætti eftir misheppnaða mútupöntun hjá Swedish Match í sumar.

Í greininni ásakar Wikström Borg fyrir að vera á móti hjónaskilnaði, vera opinn hómófób og fyrir að vilja stjórnarskrárbinda lög um bann við fóstureyðingum.

"2011 varð hjónaskilnaður löglegur á Möltu eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Borg greiddi atkvæði gegn fólkinu. Konur sem gangast undir fóstureyðingar á Möltu geta fengið allt að þriggja ára fangelsi. Á sama tíma er daginn-eftir-pillan bönnuð, þar sem eggið getur hafa frjóvgast. Borg er á móti því, að samkynhneigðir fái að lifa saman eða hljóta sömu félagsréttindi og gagnkynhneigð pör."

Cecilia Wikström telur, að Tonio Borg geti ekki sinnt starfi sínu, sem heilsuráðherra framkvæmdastjórnarinnar með slíkar persónulegar skoðanir, sem óhjákvæmilega muni rekast á við starf hans.

Gagnrýni Wikström vakti þegar athygli bæði í Svíþjóð og á Möltu og hefur nú orsakað fjölda hótana í formi tölvubréfa og símhringinga til Vikström, sem áður gegndi embætti sem prestur.

"Þetta eru persónur, sem draga í efa, að ég sé prestur og kristin og finnst ég vera hóra, sem eigi að brenna í helvíti."

Cecilia Wikström hefur ekki kært hótanirnar til lögreglunnar en segir í viðtali við Sænska Dagblaðið, að henni finnist þetta "óhuggulegt, því þeir hafa komist yfir einkatölvuadressuna mína og einkasímanúmer."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband