12.11.2012 | 03:17
"Aðildarviðræður" - straight from the horse's mouth (ESB)
- Inntökuviðræður (e. Accession negotiations [oftast kallaðar hér aðildarviðræður])
- Inntökuviðræður varða hæfni umsækjandans [umsóknarríkisins] til að taka á sig skyldurnar sem fylgja því að verða meðlimur [í Evrópusambandinu]. Hugtakið "viðræður" getur verið misvísandi. Inntökuviðræður beinast sérstaklega að (focus on) skilyrðum og tímasetningu á því, að umsóknarríkið taki upp, innfæri og taki í notkun reglur Evrópusambandsins, um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (sem einnig eru þekktar sem acquis, franska orðið um "það sem samþykkt hefur verið") eru ekki umsemjanlegar (not negotiable). Fyrir umsóknarríkið er þetta í kjarna sínum mál sem snýst um að samþykkja hvernig og hvenær ESB-reglur og ferli verði tekin upp og innfærð. Fyrir ESB er [hér] mikilvægt að fá tryggingar fyrir dagsetningu og virkni hvers umsóknarríkis í því að innfæra reglurnar.
Þetta er úr plagginu Understanding Enlargement The European Unions enlargement policy , útgefnu af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins 27.7. 2011. Hér er sami texti á ensku:
- Accession negotiations
- Accession negotiations concern the candidates ability to take on the obligations of membership. The term negotiation can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidates adoption, implementation and application of EU rules some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for that which has been agreed) are not negotiable. For candidates, it is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures. For the EU, it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidates implementation of the rules.
Er þetta ekki nokkuð augljóst, góðir lesendur? Snúast "aðildarviðræður" um að búa til samning? Nei, þær gera það ekki, er það ekki dagljóst af þessu plaggi frá Evrópusambandinu? "Inntökuviðræður fókusera á skilyrðin og tímasetninguna á því, að umsóknarríkið taki upp, innfæri og taki í notkun reglur Evrópusambandsins, um 100.000 blaðsíður af þeim." Punktur og basta. Ísland hefði engan varanlegan sér-"samning", ef það gengi í gegnum allt þetta ferli, heldur sameiginlegar skuldbindingar með öðrum Evrópusambandsríkjum, bara með mismunandi tímasetningu á sumum þeirra og hvernig þær komist í effektífa framkvæmd.
Hér yrði því vitaskuld -- það leiðir af ofangreindu -- að innfæra reglur Evrópusambandsins um jafnan rétt annarra ESB-ríkja hér til fiskveiða, sbr. það, sem fram kom í hinu mikilvæga plaggi: FISKVEIÐISTEFNA ESB OG KVÓTAHOPP (utanríkisráðuneytið, ágúst 2008), m.a. þetta (auðk. hér, jvj):
- "Jafn aðgangur að hafsvæðum og auðlindum hafsins er meginregla í fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Meginreglan um jafnan aðgang (equal access) hefur gilt frá árinu 1970 þegar fyrsta reglugerð ESB um sjávarútvegsmál var samþykkt ... Eftir 1983 hefur meginreglan um jafnan aðgang sætt verulegum takmörkunum en það ár var heildarstefna í sjávarútvegsmálum lögfest með þremur reglugerðum ..." [Bls. 2, nánar þar, en þessar reglugerðir myndu ekki veita okkur neinn einkarétt hér, þær horfa aðeins til stofnverndunar og fiskveiðitakmarkana Esb. (innsk. JVJ)]
- "Við aðild Íslands að ESB yrðu fjárfestingar annarra ESB borgara og fyrirtækja í íslenskum sjávarútvegi heimilar. Ekki mætti mismuna erlendum aðilum í óhag, enda ættu allir að sitja við sama borð." (Bls. 9.)
- Með brezkri löggjöf árið 1983 var í varnarskyni fyrir sjómenn þar kveðið á um, að a.m.k. 75% hverrar fiskiskips-áhafnar "skyldi vera búsett í Bretlandi. Á þetta reyndi í Agegate-málinu, og var farið með það í Evrópudómstólinn, sem taldi "að með þessu væri brotið gegn ESB-rétti því þetta færi gegn tilgangi og markmiðum landskvótakerfisins." (Bls.5.) ...
- "Rétturinn til að búa, starfa og fjárfesta hvar sem er í Evrópusambandinu er grundvöllur samstarfs aðildarríkjanna og því gefst lítið svigrúm til að banna einstaklingum og fyrirtækjum að fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum annarra aðildarríkja." (Bls. 7.)
Um allt þetta, sem er "ekki umsemjanlegt", má lesa mun nákvæmar og í fleiri atriðum í nefndri samantekt, sem er nú ekki nema tæplega 8 bls. texti + efnisyfirlit + heimildaskrá, en sjá um þetta einnig ýtarlegri umfjöllun í þessari grein undirritaðs: Evrópusambandið tekur sér alræðisvald yfir fiskveiðilögsögu milli 12 og 200 mílna!
Jón Valur Jensson.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fiskveiðar, sjávarútvegur, Löggæsla, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk Jón fyrir þessa færslu ég ætla að setja hana á favourite til að geta vitnað í hana, hér með. Hef oft vitnað í þann hluta sem þú birtir þarna, en hef ekki getað fundið allt plaggið. Nú hef ég það líka. Takk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2012 kl. 13:14
Fagna því,ég hef ekki tæknina á valdi mínu. Þá verð ég bara eins og línuvörður,lyfti upp flagginu þegar ég tel ehv. rangstæðan. Annars takk fyrir þetta; fer ekki ákafi okkar gegn Esb að færast í aukana,?
Helga Kristjánsdóttir, 12.11.2012 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.