11.11.2012 | 20:39
Myrkri slær á Aþenu, þegar Gylltri Dögun vex ásmegin
Fáni Gylltrar Dögunar felur ekki tengsl sín við blóðugasta fána tuttugustu aldarinnar. "Við viljum kasta öllum ólöglegum innflytjendum út úr landi okkar, við viljum kasta burtu okrurum þríeykisins og AGS út að eilífu."
Í niðurskurðarsærðu Grikklandi vex nýnazistaflokknum Gylltri Dögun ásmegin. Þingmenn þeirra heilsast að sið fasista á meðan gengi svörtu skyrtanna lemur innflytjendur. Margir af fremstu stuðningsmönnum þeirra eru lögreglumenn.
Nokkrum kvarterum í burtu dynur hávaði uppáhaldshljómsveitar Gylltrar Dögunar, Pogrom, úr hátölurum bráðabirgðasenunnar. "Rokkum fyrir föðurlandið, þetta er músíkin okkar, við viljum hvorki afætur né útlendinga í landi okkar..." Í söngvasafni hljómsveitarinnar eru vinsæl lög eins og Auschwitz og Talaðu grísku eða þú munt deyja.
Þannig ritar blaðakonan María Margaronis í The Guardian. (Sjá má mynd um ástandið hér.) María lýsir, hvernig ungir vöðvastæltir menn í svörtum einkennisbolum Gylltrar Dögunar heilsast: "Sæll fasisti! Hvernig gengur?" Chrysi Avgi, gyllt dögun á grísku. Ég halla mér að konu í merktum bol þeirra en þá kemur fljótt maður í jakkafötum og spyr: "Hvað ertu að skrifa? Ert þú blaðakona? Rífðu síðuna úr minnisblokkinni. Nei, nei, þú getur ekki rætt við neinn."
Í kvöld er verið að opna skrifstofu Gylltrar Dögunar í Megara, gamalli sveitaborg milli Aþenu og Kórintu. Með stuðningi fjölmiðla og lýðræðis opnar Gyllt Dögun skrifstofur í borgum um gjörvallt Grikkland og er núna þriðji stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum. Gengi svörtu skyrtanna hafa lamið innflytjendur í meira en þrjú ár án þess að lögreglan skipti sér af því. Svörtu skyrturnar hafa nýlega byrjað með ásásir á Grikki, sem grunaðir eru um samkynhneigð eða vinstri stefnu. Þingmenn taka persónulega þátt í ofbeldinu með stolti. Í september leiddu þrír þeirra gengi svartskyrtna, sem slógu sundur verslunarborð innflytjenda í borgunum Rafina og Messolonghi.
Sjaldan er kært eða dæmt í slíkum árásarmálum. Hussain Ahuhlam 22 ára sagði mér frá því, hvernig fjórir menn með hunda og hnúajárn skildu hann eftir blæðandi og meðvitundarlausan við vegkantinn, þegar hann var á leiðinni heim til sín einn daginn. 21 ára grískur maður af egypskum ættum var laminn 12. október af þremur mönnum með keðju, þegar hann steig af sporvagninum og kannski getur hann aldrei séð framar.
Maria Margaroni finnst hún hafa lent í hliðarheimi, þegar hún upplifir, hvernig ýmsir íbúar Megara klappa og fagna ræðu stofnenda og leiðtoga Gylltrar Dögunar, Nikolaos Michaloliakos. Sem Grikki þekkir María marga af þeim, sem nú taka þátt í að flytja óratóríu fasismans.
"Við gætum því næst verið komin aftur í fimmta áratuginn á milli hernáms öxulveldanna og borgarastyrjaldarinnar, þegar fyrri samstarfsmenn reyttu upp hatur gegn vinstri andspyrnuhreyfingunni."
Fleiri myndir birtast í The Guardian með greininni m.a. ein sem sýnir þingmenn Gylltrar Dögunar heilsa með fasistakveðju.
Þetta er skelfilegur vitnisburður um ískyggilega þróun í vöggu lýðræðisins, sem orðin er að nýrri vöggu vaxandi helvítis í suður Evrópu.
Það er einmitt þessi þróun, sem er uppskeran af brjálsemi jafnaðarmanna, sem reyna að móta allt fólk í stjórmálaformúlur sínar um sameiginlegan gjaldmiðil, evruna, á sama tíma og þeir vinna með féfléttum að tæma sjóði landsmanna og hneppa komandi kynslóðir í skuldafjötra. /gs
Vill að Grikkir fái meiri tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fullveldi og sjálfstæði Íslands, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.