6.11.2012 | 02:11
Úr þokulandi meðaumkunarinnar
Einn af starfsmönnum sænska Sjóræningjaflokksins í Brussel, Henrik Alexandersson, skrifar á bloggi sínu um reynslu sína af furðuuppátækjum búrókratanna þar.
"Eftir að hafa unnið nokkur ár í Evrópuþinginu, óttast ég að ég verði aldrei aftur sami maðurinn."
"Sumir hlutir, sem ég hef fengið að sjá eru alveg út í bláinn. Eins og kokteilpartýið fyrir samstöðu með fórnarlömbum jarðskjálftanna á Haiti. Franski þriggja rétta hádegisverðafundurinn, þar sem rætt var um offituvandamál meðborgaranna. Eða af hverju ekki áfengisboðið við opnun sýningarinnar á áfengislásum á bíla?
Annað er fjandakornið algjörlega súrrealistískt. Efst á þeim lista kemur örugglega kampavínsboðið gegn heimilislausum."
"Settar voru upp milli tíu og tuttugu málmskúlptúrar af heimilislausu fólki í fullri stærð á einu sýningarsvæði þingsins. Á veggjum voru plaköt, sem lögðu áherslu á mikilvægi málsins.
Síðan opnaði einn þingmaður og fulltrúi góðgerðarsamtaka sýninguna. Eftir ræður þeirra var öllum boðið upp á kampavín.
Þessi mynd mun elta mig á meðan ég lifi. Þingmenn í dýrum jakkafötum og kjólum með rándýrar háruppsetningar inpakkaðar með dýrindis ilmvatni. Hendurnar með fast tak á freyðandi kampavínsglasi og snittudisk á meðan hringsólað er innan um styttur af efnaminni borgurum.
Takið eftir, að þetta var ekki nein velgjörðarsýning til að safna inn peningum. Ekkert af virði var gert eða safnað fyrir þá heimilislausu. Eina markmiðið með sýningunni var að búa til mynd af þróttmiklu starfi og samúð úr mikilli hæð.
Það óhuggulega er, að meðalþingmaðurinn í Evrópuþinginu finnst þetta ekki á neinn hátt vera neitt elítulegt, von oben, fráhrindandi eða neitt sérstakt. Þannig er lífið í stjórnmálabólunni. Það næsta sem venjulegir þingmenn komast að heimilislausu fólki, er þegar þeir þjóta fram hjá í bílstjórakeyrðum, svörtum Mercedes-Benz bílum Evrópuþingsins."
"Þetta er venjulegt útsýni Hinna Mikilvægu úr glerturni þeirra."
Henrik Alexandersson segir í lokin, að hann och einn þingmanna Sjóræningjaflokksins Christian Engström hafi séð heimilislausan mann á Lúxembúrgartorginu fyrir utan þinghúsið og þeir hafi hugsað sér að taka hann með sér inn á kampanvínsboðið í baráttunni gegn heimilisleysi.
"En við komumst fljótt að þeirri niðurstöðu, að slíkt áhættuatriði fengi engar blíðar móttökur...."
Skilyrði fyrir evru ekki uppfyllt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:37 | Facebook
Athugasemdir
Lýsi eftir ó spilltu og flokksvæddu fólki sem vill vinna borgaralega klætt að uppbyggingu lýðræðis og jöfnuðar í heiminum.
Sigurður Haraldsson, 6.11.2012 kl. 10:30
Skál Félagi Napóleon!
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.