Hættunum fjölgar. Seðlabanki Svíþjóðar lagrar dollara í stað evru.

30197_money

G-20 löndin héldu fund um helgina í Mexíkó og skv. minnisblaði, sem fréttaveitan Bloomberg hefur séð eru horfurnar vaxandi slæmar í öllum heiminum. Hættur, sem nefndar eru, eru möguleg seinkun á kreppuaðgerðum í Evrópu og styrkleikinn í þörfum á efnahagslegum niðurskurði bæði í USA og Japan. Minnkandi heimsverslun skaðar útflutning margra landa eins og Japan.

Árið 2010 samþykktu G-20 löndin að minnka fjárlagahalla ríkjanna um helming fram til 2013 og fá stöðuleika í skuldastöðu ríkjanna sem hluta af vergri þjóðarframleiðslu árið 2016. Fjármálaráðherra Kanada Jim Flaherty sagði að trúverðugleiki G-20 ríkjanna væri í hættu, ef þau stæðu ekki við gefin fyrirheit. Hann beindi orðum sínum sérstaklega til Bandaríkjanna og sagði: "Það eru þokkalegir möguleikar, að USA nái markmiðum sínum til lengri tíma. Það er afar mikilvægt, að Ameríkanarnir taki forystu í þessum málum."

Stálbaðið, sem Spánn, Portúgal, Ítalía og Grikkland gangast undir, er farið að hafa mikil áhrif á sænskar útflutningsgreinar. Útflutningur hefur fallið með 35% á þremur árum til Spánar og 65% til Grikklands.

Þetta sumar hefur Seðlabanki Svíþjóðar skipt út stórum hluta evru gegn dollar. Reynsla bankans eftir Lehman Brother hrunið er, að það sé betra að eiga nóg af dollar, þegar kreppir að. Bankinn hefur aukið andvirði bréfa í dollar frá 30 til 50% af gjaldeyrisforðanum og svipuð bréf í evrum hefur lækkað frá 50 til undir 40%. 75% evra er bundið í þýskum ríkisbréfum.

"Í fjármálakreppunni minnkaði magn dollara í umferð, því ameríkanski fjármálamarkaðurinn vildi ekki fjármagna evrópska banka og tók heim mikið af dollurum," segir Göran Robertsson hjá Seðlabanka Svíþjóðar. "Eykst óróleikinn í Evrópu metum við ástandið þannig, að skortur verði á dollar hjá evrópskum bönkum. Seðlabanki Evrópu dælir inn evrum í kerfið."

Financial Times greindi nýverið frá því, að seðlabankar á vaxandi mörkuðum hefðu undanfarið losað sig við evruna og keypt eigin gjaldmiðla í staðinn.

Af ofangreindu má sjá, að orð Merkels standa fyrir hana sjálfa og ekki eru allir henni sammála um að sólin sjáist á ný í Evrópu eftir 5 ár. /gs

 

 


mbl.is Merkel: Fimm ár í lok skuldakreppunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband