Bezta og sannasta atgervið á flótta úr þingflokki VG

Guðfríður Lilja er indæl, sannsögul, sjálfri sér samkvæm, en eðlilega viðkvæm manneskja sem orðið hefur undir í karlapólitík eigin flokks, ekki sízt á vegum þrístirnis sem einhvern tímann hefði fengið viðurnefnið Frekjuhundar, og er þar átt við Steingrím J., Árna Þór Sigurðsson (10 milljóna ESB-styrkþegann, núverandi formann utanríkismálanefndar Lýðveldisins Íslands!!!) og Björn Val Gíslason ("Björn að baki Steingríms").

Allir gerðust þeir hreinir svikarar við stefnu Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og grasrót VG-félaga, í Icesave-máli, ESB- og AGS-málum, sem og í sjálfu skjaldborgarmálinu. Þetta er hin óþægilega staðreynd mála, hreint ótrúleg raunar.

Það er eðlilegt að Guðfríði Lilju sárni. Það varð hlutskipti beggja Liljanna í þingflokknum. Ein fyrsta sálarkvölin var, þegar þær voru báðar, að sögn vitna, GRÆTTAR í hliðarsölum þingsins í viðleitni til að tala þær til í Icesave-málinu.

Guðfríður Lilja hverfur ekki úr flokki sínum með neinni vansæmd, hún hefur ekki svikið sína kjósendur og sízt í fullveldismálum Íslands, enda er hún "eindreginn andstæðingur inngöngu í Evrópusambandið og þ[ess] ferli[s] sem þar er í gangi," eins og Jón Bjarnason segir á þessum tímamótum, þegar hún tilkynnir, að hún ætli ekki að bjóða sig fram í næstu alþingiskosningum. Ennfremur setti hún sig upp í móti hinum stórtæku "fjárfestingaráformum Kínverjans, Huang Nubo," eins og JB minnir einnig á. Hún er sem sé jafnmikil boðflenna í veizlusölum Samfylkingar og Steingrímsmanna eins og Jón Bjarnason sjálfur.

Og nú skora ýmsir á Jón sjálfan að feta í fótspor Guðfríðar Lilju. Og hvað með Atla Gíslason? Geta þau þrjú ekki orðið hryggjarstykkið í nýjum, fullveldis- og launþegasinnuðum flokki og í krafti fjöldafylgis skákað þessari skammvinnu tilraun sem reyndist svo skelfilega illa: "Vinstri" grænum? Blóminn er allur horfinn eða á förum þaðan, Ásmundur Einar, Liljurnar báðar og Atli, en Ögmundur og Jón Bjarnason einir eftir. Allt þetta fólk er engum Steingrími bundið til frambúðar og á sjálft að skapa auðnu sína og kannski landsins með. Það verður öllum flokkum öðrum en hreinum ESB-taglhnýtingum ánægjan ein að vinna með þessu fólki og fylgjendum þess.

Eða halda menn, að það sé eilíft náttúrulögmál, að Steingrímur J. Sigfússon setji landinu endemislög og segi skattpíndri þjóðinni fyrir verkum?

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Og þú myndir væntanlega að kjósa flokk þar sem Guðfríður Lilja, Atli Gíslason og Jón Bjarnason verða hryggjarstykkið? Já - sæll!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.11.2012 kl. 04:52

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Axel minn, enda er ég ekki vinstri maður. En mér finnst æskilegt, að hér sé þó til ekta vinstri flokkur af skástu gerð, og með slíkum flokki gæti ég (í öðrum flokki) vel hugsað mér að vinna, rétt eins og með hægri flokki. :)

Jón Valur Jensson, 3.11.2012 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband